Sýn skólans

Sýn skólans

Einkunnarorð
Auðarskóla í öllu starfi hans eru:


Ábyrgð – Ánægja
– Árangur


Auðarskóli vinnur
á grunni eftirfarandi gilda og stefnumiða:

Að nemendur beri
virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum , umhverfi og samfélagi.

Að skapa jákvætt
andrúmsloft og vellíðan allra nemenda og starfsmanna.

Að efla
sjálfstraust , frumkvæði, sjálfstæða lífssýn og ábyrgð nemenda.

Að glæða
þekkingaleit og stuðla að fjölbreyttu og skapandi starfi.

Að allir séu
metnir að verðleikum og njóti skilnings og öryggis.

Að veita því
athygli sem vel er gert með umbun og hrósi.

Að miða nám og
mat á því við forsendur  hvers og eins.

Að byggja upp náin
tengsl skóla, foreldra og samfélags.