Jafnréttisstefna
Ábyrgð
Skólastjóri Auðarskóla ber ábyrgð á jafnréttisáætluninni, framkvæmd hennar og endurskoðun. Jafnrétti til náms Allir nemendur Auðarskóla skulu hafa sömu tækifæri til náms og möguleika á því að taka þátt í öllu skólastarfi. Lögð er áhersla á réttindi og skyldur aðila skólasamfélagsins, gagnkvæma virðingu og jákvæð samskipti kynjanna í öllum viðfangsefnum og starfsháttum. Auðarskóli leitast við að búa nemendur undir jafna þátttöku í samfélaginu, í atvinnu og fjölskyldulífi. Í inntaki og framkvæmd námsins skal eftirfarndi haft að leiðarljósi:
Telji nemandi/forráðamaður að jafnrétti til náms sé brotið í Auðarskóla skal hann leita til umsjónarkennara/deildarstjóra sem finnur málinu farveg. Launajafnrétti Laus störf, starfsþróun og tekjumöguleikar Stjórnendur Auðarskóla skulu tryggja að konur og karlar njóti sömu möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar. Við gerð símenntunaráætlunar sé þess gætt að tilboð séu við hæfi beggja kynja. Allir starfsmenn eru hvattir til þess að sækja endurmenntun og huga að starfsþróun sinni. Í skólanum ríkir jafnlaunastefna og er þess þá gætt að konur og karlar hafi jafna möguleika á launuðum viðbótarstörfum innanskólans.
Samræming atvinnuþáttöku og fjölskyldulífs
Starfsskipulag í Auðarskóla skal vera með þeim hætti að stjórnendur geti á hverjum tíma gert ráðstafanir til að bæði kyn geti samræmt starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu.
Telji starfsmaður að jafnrétti sé brotið í Auðarskóla skal hann leita til trúnaðarmanns eða stjórnenda til að leita lausna. |
Aðgerðaráætlun
Stýring aðgerða til að ná fram markmiðum jafnréttisstefnu Auðarskóla er í höndum skólastjóra og þróunarstjórnar skólans. Jafnrétti til náms 1. Aðgerð Niðurstöður úr samræmdum prófum eruð skoðaðar á hverju ári með tilliti til árangurs drengja og stúlkna. Framkvæd Þróunarstjórn og skólastjóri yfirfara niðurstöður. Viðbrögð Ef greinilega hallar á annaðhvort kynið er fundað með kennurum um niðurstöður og þær birtar foreldrum. Tími Að loknum samræmdum prófum ár hvert. 2. Aðgerð Árlega er fundað bæði í leik- og grunnskóla um námsefnis-, bóka- og leikfangaval út frá markmiðum jafnréttisáætlunar skólans. Framkvæmd Skólastjóri boðar til funda. Viðbrögð Ef yfirferð starfsmanna leiðir til þess að val á viðfangsefnum stuðli að stöðluðum staðalímyndum eða kynjamisrétti skal þegar reyna að skipta út slíkum viðfangsefnum. Tími Fundað skal í september ár hvert. 3. Aðgerð Janréttisáæltun er kynnt fyrir starfsfólki í upphafi skólárs og farið yfir markmið hennar. Framkvæmd Skólastjóri kynnir jafnréttisáætlun á starfsmannafundi Tími Við upphaf skólaárs 4. Aðgerð Í starfsmannasamtölum erum starfsmenn spurðir úti jafnréttisáætlun skólans og hvernig þeir vinni með hana í sínu starfi. Framkvæmd Spurningar í starfsmannasamtali, skólastjóri boðar til viðtals. Tími Þegar starfsmannasamtöl fara fram. Starfsþróun: Aðgerð Allir starfsmenn fái í gegnum starfsmannaviðtöl tækifæri til að tjá sig óskir sínar varðandi starfsþróun. Framkvæmd Skólastjóri. Viðbrögð Óskum starfsmanna skal forgangsraðað með tilliti til markmiða og áherslna skólans. Starfsmenn skulu studdir til starfsþróunar eins og tími og fé leyfir. Tími Á hverju ári í febrúar. Samræming atvinnuþáttöku og atvinnulífs: Aðgerð Í innra mati skólans skulu starfsmenn spurðir út í ofangreindan þátt. Framkvæmd Þróunarstjórn Viðbrögð Allar niðurstöður úr innra mati eru birtar á heimasíðu skólans. Ef viðkomandi efnisþáttur er flokkaður sem veikleiki í úrvinnslu starfsmanna eru áætlanir um úrbætur birtar í úrbótaáætlun skólans. Tími Athugunin er hluti innra mats skólans og fer eftir áður samþykktri sjálfsmatsáætlun. Kynferðisleg áreitni: Aðgerð Í innra mati skólans skulu starfsmenn spurðir út í ofangreindan þátt. Framkvæmd Þróunarstjórn Viðbrögð Allar niðurstöður úr innra mati eru birtar á heimasíðu skólans. Ef viðkomandi efnisþáttur er flokkaður sem veikleiki í úrvinnslu starfsmanna eru áætlanir um úrbætur birtar í úrbótaáætlun skólans. Tími Athugunin er hluti innra mats skólans og fer eftir áður samþykktri sjálfsmatsáætlun. Uppfært í október 2018
|