Námsmat

Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru skilgreindir hæfnisþættir á hverju námsviði og innan hverrar námsgreinar. Samkvæmt aðalnámskrá eiga nemendur að fá tækifæri til að uppfylla hæfniviðmið einstakra námsgreina og námssviða með mismunandi hætti. Meginrökin fyrir nýjum einkunnarkvarða er að með nýrri aðalnámskrá er aukin áhersla lögð á hæfni og sett eru fram ný viðmið fyrir námsmat. Í aðalnámskrá er lýst hæfni sem liggur að baki hverri einkunn. Hæfni felur í sér yfirsýn og getu til að hagnýta þekkingu og leikni. Mat á hæfni byggir því ekki eingöngu á mati á þekkingu nemandans eða leikni til að framkvæma, heldur getu hans til að skipuleggja, útskýra og nota hugtök um efni viðkomandi námsgreinar eða námssviðs.
Við einkunnagjöf 10. bekkjar (og þeirra sem ljúka grunnskólanámi í Auðarskóla) er notaður kvarðinn, A, B+,B, C+, C og D. Matsviðmiðin byggja á hæfniviðmiðum námsgreina og eru kjarni nýs einkunnarkvarða. Með matsviðmiðum fæst leiðsögn fyrir kennara, nemendur og foreldra um hvaða hæfni nemenda liggur að baki hverrar einkunnar.
Hvernig metum við samkvæmt þessu hér í Auðarskóla:
Matsviðmið liggja til grundvallar bókstafamatinu og því miður eru þau ekki tilbúin fyrir yngsta og miðstig. Þau eru tilbúin fyrir elsta stig og mun, lögum samkvæmt, nemendum sem ljúka námi verða gefið samkvæmt þeim.
Við munum leggja til grundvallar 4 tákna mat fyrir aðra nemendur þ.e. í 1. – 9. bekk ásamt því að foreldrar geta skoðað hæfinskort barna sinna á Mentor. Þessar einkunnir eru gefnar samkvæmt metanlegum hæfniviðmiðum.

Námsmat Auðarskóla fyrir 1.- 9. bekk frá 2018:

​Hæfnieinkunn tákn:
PictureÞessi tákn eru gefin á miðað við námsáætlun hvers aldursstigs. Leiða má af því líkum að flestir nemendur flokkist undir ,,hæfni náð“ eða ,,þarfnast þjálfunar“. Til að sjá nánari útskýringar á einkunnagjöf er hægt að skoða hæfnikort nemenda sem ég skora á alla að gera. Eins munu kennarar skrá umsagnir ef þurfa þykir.

Námsmat Auðarskóla fyrir 10. bekk frá 2018 (og þá sem ljúka grunnskólanámi í Auðarskóla):

Bókstafir eru gefnir í lok námsgöngu í Auðarskóla.

Eins er hægt að fá lokið/ólokið fyrir ákveðnar valgreinar.

PictureEinkunnin A, B+ og B veitir aðgang að öðru þrepi* í framhaldsskóla. Ef einkunn er C+ eða lægri þá fara nemendur á fyrsta þrep í framhaldsskóla.
*,,Námsáfangar í upphafi framhaldsskólanáms raðast ýmist á fyrsta eða annað hæfniþrep samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Námsmatskvarðinn A-D við lok gunnskóla er skilgreindur þannig að nemandi með einkunnina A, B+ eða B telst búa yfir nægilegri hæfni til að hefja nám í íslensku, dönsku, ensku og stærðfræði í framhaldsskóla á öðru hæfniþrepi“.
Ef eitthvað er óljóst og spurningar vakna hjá ykkur þá getið þið ávallt haft samband við mig og ég skal upplýsa ykkur eftir minni bestu getu. Ef aftur á mót spurningar vakna vegna einkunnagjafa þá skal hafa samband við þann kennara sem einkunnina gefur og fá útskýringu hjá honum.

​Endurskoðað í júní 2020