Að útskrifast fyrr

Að útskrifast úr Auðarskóla áður en 10. námsári er lokið


 Verklagsreglur vegna útskriftar nemanda úr grunnskóla

Í Auðarskóla geta duglegir og/eða bráðgerir nemendur útskrifast í lok 9. bekkjar og um áramót í 10. bekk.  Forsenda slíkrar útskriftar er að nemendur hyggist fara í framhaldsnám í kjölfarið.

Til að útskrifast úr Auðarskóla áður en 10 ára skyldunámi er lokið, þarf nemandi að uppfylla námskröfur grunnskóla í samræmi við lokamarkmið aðalnámskrár. Eftirfarandi verklagi skal fylgt þegar til stendur að nemandi útskrifist áður en 10. bekk lýkur:

 • Foreldrar sækja um það til skólastjóra að barn þeirra útskrifist fyrr en hefðbundið námsfyrirkomulag gerir ráð fyrir á sérstöku eyðublaði. Ef barn ætlar að útskrifast í 9. bekk þarf umsókn að liggja fyrir í desember það skólaár. Ef barn ætlar að útskrifast í desember þarf umsókn að liggja fyrir í upphafi skólaárs.
 • Námsefni 10.bekkjar skal lagt til grundvallar í námi barna sem ætla að útskrifast fyrr, en tekið tillit til þess að nemendur lesa hluta þess utanskóla.
 • Standast verður eftirfarandi námsgreinar með góðum eða mjög góðum árangri: Íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku, náttúrufræði og samfélagsfræði.
 •  Nemandi skal ná að lágmarki einkunninni 8,5 í íslensku, stærðfræði og ensku á sérstökum “lokaprófum” sem fram fara útskriftarmánuðinn og hafi náð í námsmati vetrarins minnst 7,5 í meðaleinkunn í hinum þremur greinunum. 
 • Nemandi þarf að sýna sjálfstæð vinnubrögð og mikla hæfni í að axla ábyrgð á eigin námi.
 •  Nemandi skal hafa lokið 10. bekkjar sundprófi. 
 • Ástundun og frammistaða í öðrum námsgreinum skal vera góð.
 •  Nemanda stendur til boða félagsþroskamat hjá sálfræðingi skólans, óski forráðamenn þess. Skólastjóri getur einnig gert það að forsendu útskriftar að slíkt mat fari fram.
 •  Nemandi þarf að fara í viðtal hjá námsráðgjafa og fá þar náms- og starfsráðgjöf.

 Verklagsreglur við útskriftar nemanda í einni
eða fleiri námsgreinum


Nemendur geta útskrifast í einni eða fleiri
bóklegri námsgrein áður en 10. bekk er lokið. Í framhaldinu geta þeir stundað
nám í framhaldsdeild  Menntaskólans í
Borgarfirði, sem staðsett er í Búðardal, samhliða námi sínu í Auðarskóla.  Nemendur geta einnig sótt fjarnám í öðrum
menntastofnunum.  Eftirfarandi verklagi
skal fylgt við útskrift nemanda í einstakri námsgrein:

 • Alla jafna útskrifast nemandi, sem hyggur á
  framhaldsnám,  úr námsgrein í lok
  9.bekkjar eða um áramót í 10. bekk.  Nemandi
  getur lokið öllu námsefni í námsgrein fyrr en þá án þess að útskrifast formlega.
 • Foreldrar skulu sækja um  það formlega með  umsóknarblaði minnst tveimur mánuðum fyrir
  útskrift að óskað sé eftir útskrift barnsins í einni eða fleiri námsgrein.
 • Nemandi þarf að ljúka áætluðu námsefni 10.
  bekkjar og ná öllum námsmarkmiðum námsgreinarinnar samkvæmt námskrá.
 • Nemandi þarf að hafa einkunn upp á 8,5 að
  lágmarki á vitnisburðarblaði sínu, hafa sýnt góða ástundun og það að getað
  axlað ábyrgð á námi sínu.
 • Skólastjóri gefur út sérstakt skírteini þar sem
  nemandi notar við innritun sína í framhaldsskóla.
 • Sæki nemandi framhaldsnám í lokinni námsgrein
  fær hann leyfi í þeim tímum í grunnskólanum, sem hann þarf að sækja tíma í
  framhaldsdeild Menntaskóla Borgarfjarðar. 
  Nemandinn sér sjálfur um að koma sér á milli húsa. Hitti þannig á að
  tímar í framhaldsdeild séu á nákvæmlega sama tíma og einhver námsgrein í
  grunnskólanum, þannig að nemandi komist alls ekkert í hana, skal hann að taka
  hana utan skóla eins og kostur er.
 • Í eyðum námsgreinarinnar í grunnskólanum skal
  viðkomandi nemandi nota tímann til að vinna í framhaldsnámi sínu eða vinna upp
  það sem tapast hefur vegna tímasóknar í framhaldsnámi.Umsóknareyðublað um útskrift úr skóla eða námsgrein
File Size: 111 kb
File Type: pdf

Download File