Sérfræðiþjónusta
Sálfræðiþjónusta
Sálfræðiþjónusta (greining og ráðgjöf) gagnvart einstökum nemendum er gerð í kjölfar beiðni, sem þarf að gera á þar til gerðu eyðublaði sem fæst í skólanum. Forráðamenn barna, starfsmenn skóla, starfsmenn félagsþjónustu og heilsugæslu geta átt frumkvæði að athugun og greiningu á einstökum nemendum. Beiðnir fara í gegnum umsjónarkennara, og/eða stjórnendur skólans. Samþykki forráðamanna skal liggja fyrir áður en athugun og greining er gerð á einstökum nemendum.
Vandamál þeirra barna er vísað er til skólasálfræðings þurfa að hafa, eða vera líkleg til að hafa, áhrif á nám þeirra. Helstu viðfangsefni skólasálfræðingsins eru vanlíðan nemenda, frávik í hegðun, áföll og áhyggjuefni heimila varðandi nemendur. Sé fullnægjandi greining eða ráðgjöf gagnvart vanda einstakra nemenda ekki á færi eða verksviði skólasálfræðings Auðarskóla skal skólinn leiðbeina forráðamönnum og eftir föngum útvega viðeigandi þjónustu.
|
Skólaráðgjöf
Skólaráðgjafi sinnir sérkennsluráðgjöf og greinir námsvanda auk þess að veita ráðgjöf skóla og heimili varðandi nám og kennslu. Á hans starfssviði eru:
Beiðnir (á þar til gerðu eyðublaði) um greiningu fara í gegnum umsjónarkennara og sérkennara skólans. Sérkennari sinnir fyrstu lestrar- og stærðfræðigreiningum.
Félagsþjónusta
Samningur er við Borgarbyggð um félagsþjónustu og þjónustu í barnaverndarmálum. Undir þann samning falla fjárhagsaðstoð, félagsleg ráðgjöf, félagsleg liðveisla og annar stuðningur við fatlað fólk og fjölskyldur fatlaðra barna, leyfisveitingar vegna daggæslu í heimahúsum og barnavernd. Fulltrúi félagsþjónustunnar er á hálfsmánaðarfresti til viðtals. Upplýsingar um komudaga eru á www.dalir.is |