Samstarf
Samstarf við grunnskóladeild
Nemendur í elsta árgangi leikskólans taka reglulega þátt í ýmsum uppákomum og atburðum í grunnskólanum. Þar má nefna að þeir taka þátt í danskennslu, þeir eru viðstaddir ýmsar heimsóknir í grunnskólann og koma vikulega og sitja kennslustundir með yngstu nemendum í grunnskólanum. Þá koma yngstu nemendur í grunnskólanum reglulega í heimsókn í leikskólann.
Samstarf við nærsamfélag Dvalarheimilið Silfurtún. Heimilið er heimsótt mánaðarlega af eldri nemendum leikskólans. Þá er gjarna sungið með eldriborgurum. |
Samstarf heimilis og skólaAð koma og sækja barn. Þegar foreldrar koma eða sækja barn sitt í leikskólann fara fram helstu samskipti á milli foreldra og starfsmanna. Þótt mínúturnar séu fáar eru þær notaðar til að skiptast á boðum og helstu fréttum af því sem er að gerast í lífi barnsins. Foreldrum er velkomið að staldra við og spjalla eða líta inn í leikskólann af og til og taka þátt ef þeir hafa tíma.
Foreldraviðtöl. Allir foreldrar eru boðaðir í foreldraviðtöl tvisvar sinnum á hverjum vetri en foreldrar geta einnig óskað eftir viðtali á öðrum tímum. Í þessum viðtölum er m.a. rætt um líðan barnsins á leikskólanum, þroska barnsins, hvernig barninu gengur í félagslegum samskiptum o.fl. Deildarstjórar geta líka boðað foreldra í viðtal ef hann telur þörf á því. Foreldrafélag. Í Auðarskóla er sameiginlegt foreldrafélag og sameiginlegt skólaráð fyrir leik- og grunnskóla. Gætt er þess í lögum foreldrafélagsins að fulltrúar foreldra barna á leikskóla séu ávalt í stjórn foreldrafélagsins og í skólaráði. |