Fatnaður og útivera

Fatnaður og útivera

Fatnaður

Nauðsynlegt er að börnin hafi með sér viðeigandi klæðnað í leikskólann sem miðast við veðurfar hverju sinni.  Áhersla er lögð á að börnin geti tekið þátt í starfi leikskólans bæði úti og inni. Mikilvægt er að  börnin séu með aukafatnað ef óhöpp verða.  Einnig er gott að merkja fatnað barnanna til að koma í veg fyrir að fatnaður ruglist saman við fatnað annarra barna.  Aukafatnaður er geymdur í plastboxum í hólfum barna í fataklefa.   Leiðbeinandi gátlisti er á plastboxum um hvaða aukafatnað er heppilegt að koma með. Foreldrar þurfa reglulega að yfirfara aukafatnað barna sinna. Á föstudögum þurfa foreldrar að tæma fatahólf barna sinna í leikskólanum.

Útivera

Börnin fara út á hverjum degi jafnvel þó að eitthvað smávegis er að
veðri. Útivera styrkir og eflir, eykur matarlyst og býður upp á holla hreyfingu
sem öllum er nauðsynleg. Það er ekkert sem bendir til þess að börn sýkist
fremur í útilofti en innandyra. Börn sem dvelja mikið innandyra eru
kulsælli en þau börn sem vön eru útiveru. Vert er að geta þess að börn sem
dvelja mikið inni missa af hollu og eðlilegu samneyti við félaga sína. Með
þetta í huga eru foreldrar beðnir um að hafa samráð við starfsfólk áður en
beðið er um að hafa barnið inni vegna smávægilegra kvilla. Börn fá ekki að vera
inni nema eftir að hafa verið veik heima með hita, þá mega þau vera inni einn
dag.  Tekið er tillit til aðstæðna hverju sinni.