Afmæli

Afmæli

Afmæli í leikskólanum

Afmælisdagur barnsins er merkisdagur í lífi þess.  Haldið er hátíðlega upp á daginn. Barnið fær kórónu, sem það skreytir sjálft og sunginn er afmælissöngurinn.  Á Tröllakletti fær barnið að bjóða uppá popp og/eða saltstangir og á Dvergahlíð er boðið upp á saltstangir og ávexti.  Einnig er hengt upp spjald í fataklefa þannig að allir viti hver á afmæli.

Að bjóða í afmæli í leikskólanum

Ekki er gert ráð fyrir því að leikskólinn sé notaður til þess að bjóða í afmæli. Foreldrar eru því  vinsamlega beðnir um að nota ekki leikskólann til slíks.