Leyfi nemenda

Reglur um leyfi nemenda

Forráðamenn geta óskað eftir að taka nemanda tímabundið úr skóla. Ef um einn eða tvo daga er að ræða eða tilteknar kennslustundir nægir samþykki umsjónarkennara eða ritara. Ef beiðni er um leyfi til lengri tíma geta foreldrar sótt um leyfi á eyðublaði sem er að finna HÉR. Skólinn áskilur sér rétt til athugasemda ef beiðnir um leyfi virðast keyra úr hófi fram.

Að öðru leyti er vísað í álit og úrskurð Menntamálaráðuneytisins um þetta efni þar sem mælt er með að skólar taki tillit til þarfa fjölskyldna til samveru t.d. í ferðalögum sem stundum skarast við skólatíma.

Foreldrar eru vinsamlega beðnir um að haga leyfum þannig að ekki komi til þess að nemandi sé í leyfi þegar samræmd könnunarpróf standa yfir.

Veikindi

Veikindi þurfa foreldrar/forráðamenn að tilkynna skóla fyrir kl. 8:30 að morgni hvers dags, sem nemandi er frá námi. Hægt er að tilkynna um forföll bæði símleiðis, s. 430-4757, eða með tölvupósti á audarskoli@audarskoli.is, einnig er nauðsynlegt að senda alltaf afrit á umsjónarkennara. Systkini geta ekki borið slíkar tilkynningar með sér í skólann nema þær séu skriflegar af hálfu foreldra.

Verði nemandi veikur á skólatíma er haft samband við heimili og foreldrar beðnir um að sækja nemandann.

Nemendur sem eru frá skóla í lengri tíma t.d. í kjölfar aðgerðar eða þyngri veikinda eiga rétt á heimakennslu.

Skólastjóri áskilur sér rétt að fara fram á að foreldrar skili inn veikindavottorði þegar um tíð eða löng forföll vegna veikinda er að ræða.