Foreldrasamstarf

Foreldrasamstarf

Foreldrasamstarfið

Niðurstöður rannsókna sýna að stuðningur foreldra og þátttaka þeirra í skólastarfi skiptir miklu máli fyrir námsárangur barna og líðan. Velferð nemenda verður því best tryggð í góðu samstarfi foreldra og skóla.

Markmiðið með foreldrasamstarfi er að tryggja hagsmuni nemenda með upplýsingamiðlun og samráði foreldra og skóla. Það veitir nemandanum aukið öryggi að finna gagnkvæmt traust og virðingu milli hinna fullorðnu og samræmi í gildum og væntingum heima fyrir og í skólanum.

Í september eru foreldrafundir þar sem foreldrar hverrar bekkjardeildar eða stigs koma saman með umsjónarkennara og fara yfir áætlanir vetrarins og fl. sem lítur að skólastarfinu. Á þessum fundum eru bekkjatenglar foreldrafélagsins kosnir.

Foreldraviðtöl eru tvisvar sinnum yfir skólaárið. Þá koma foreldrar með börnum sínum til viðtals hjá umsjónarkennara og fara yfir námsframvindu og líðan viðkomandi.  Sjá nánar hér.

Mikil samskipti fara fram á milli foreldra og skóla með rafrænum hætti. Bæði með upplýsingagjöf í gegnum Mentor og í tölvupósti.  Fréttir og tilkynningar eru einnig birtar á vef  og  Fésbókarsíðu skólans.

Viðburðir með foreldrum

Helstu viðburðir í grunnskólanum þar sem foreldrar mæta með börnum sínum, eru:

  • Skólasetning
  • Bekkjarkvöld
  • Kaffihúsakvöld
  • Danssýning
  • Árshátíð
  • Vordagur
  • Skólaslit