Útvarp Auðarskóli

admin





Picture

Nú er undirbúningur undir útsendingar Útvarps Auðarskóla í fullum gangi.  Verkefnið er hluti dagskrár Jörvagleðinnar.  Hvarvetna um skólann erum nemendur í 6. – 10. bekk að vinna að útvarpsþáttum.  Viðtöl eru tekin, auglýsingar leiknar, samdar sögur og lagalistar settir saman.  Útsendingin hefst svo á fimmtudaginn kemur kl. 20.00.  Sent er út frá skólanum í Búðardal á

FM 105,1

.  Ekki er alveg ljóst hversu langt útsendingin nær en þó ljóst að hún nær ekki um alla sýsluna.