Stóra upplestrarkeppnin 

admin Fréttir

Picture

Í dag fór fram stóra upplestrar-keppnin í Auðarskóla.  Það voru nemendur í 7. bekk sem reyndu með sér í góðum upplestri. Allir nemendur bekkjarins tóku þátt og stóðu sig með prýði. 
Sigurvegari varð Björgvin Óskar Ásgeirsson og í öðru sæti varð Helga Dóra Hólm Jóhannsdóttir.  Eydís Lilja Kristínardóttir varð svo  í þriðjasæti.  Þau Björgvin og Helga Dóra munu svo keppa þann 10. april fyrir hönd Auðarskóla við aðra skóla á Vesturlandi.