Skólabílar og leikskóli

admin Fréttir

Allur skólaakstur Auðarskóla fellur niður á morgun, þriðjudaginn 14. janúar 2020 vegna veðurs.

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun hér á svæðinu í nótt og í fyrramálið og því höfum við ákveðið að skólabílar aki ekki á morgun, eins geta foreldrar barna í Búðardal ákveðið að hafa börn sín heima ef veður er slæmt og færð eftir því. Það er foreldrum/forráðamönnum í sjálfsvald sett hvort þeir sendi börnin sín í skólann en við biðjum um að haft sé samband við skólann ef börn þeirra koma ekki.

Við biðjum ykkur eins og ávallt að fylgjast vel með tilkynningum frá skólanum þegar veður eru válynd eins þau eru nú.

Allt skólahald í leikskóladeild Auðarskóla fellur niður á morgun af óviðráðanlegum orsökum og biðjumst við velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að hafa í för með sér.