Ný heimasíða

admin Fréttir

Picture

Nú loksins lítur dagsins ljós ný heimasíða fyrir Auðarskóla.  Nýja síðan er nokkuð öðruvísi uppbyggð en sú gamla og er mun efnismeiri.  Allt aðgengi að efni á vefnum fer í gegnum fjögur svæði; Auðarskóli, grunnskóli, leikskóli og tónlistarskóli.  Fréttasíða er sameiginleg fyrir allar deildir skólans.  Ljósmyndir eru nú geymdar á ljósmyndavefnum www.flickr.com.  Þar mun saga Auðarskóla í myndmáli safnast saman þegar árin líða.  

Við gerð síðunnar var notast  við vefumsjónarkerfi frá Weebly.com.   Við breytinguna varð öll  vefumsjón  mun einfaldari.
Samfara opnun vefsíðunnar www.audarskoli.is hefur verið opnuð Facebook síða fyrir skólann.

Allar ábendingar vegna nýju síðunnar eru vel þegnar.  Ábendingar má senda á netfangið audarskoli@audarskoli.is