Íþrótta- og tómstundastyrkur-Frístundastyrkur

Auðarskóli Fréttir

Dalabyggð vill minna á að til að fá íþrótta- og tómstundastyrk (frístundastyrk) greiddan fyrir haustönn 2022 þarf að skila inn umsókn og gögnum til skrifstofu Dalabyggðar (Miðbraut 11, 370 Búðardal) fyrir 15. desember n.k.

Þá er sérstaklega minnt á að haustið 2022 eru engin takmörk á nýtingu styrksins hjá börnum í 1.-10. bekk Auðarskóla, ásamt því að hann er 10.000kr. hærri fyrir þennan hóp í þetta sinn.

Endilega kynnið ykkur styrkinn og nýtið hann í þágu barna og ungmenna, ferlið er mjög einfalt: Frístundastyrkur

Jóhanna María Sigmundsdóttir
Verkefnastjóri atvinnu-, markaðs-, menningar- og ferðamála hjá Dalabyggð

johanna@dalir.is
+354 845 1859
Sveitarfélagið Dalabyggð
Miðbraut 11, 370 Búðardal