Íslenskir þjóðhættir

admin

3. bekkur hefur verið í fullu fjöri upp á síðkastið og unnið hin ýmsu verkefni. Tilvalið er að deila því og birta með því myndir.

Bekkurinn lærði um íslenska þjóðhætti í apríl og í tengslum við það verkefni var  m.a. farið á byggðasafn og  haldin  kynning fyrir foreldra við lok verkefnisins.

Valdís Einarsdóttir tók á móti bekknum á byggðasafninu á Laugum og fræddi á ýmsan hátt. Þar sáu nemendur  m.a. áhöld og hluti sem notaðir voru til mjólkurgerðar, baðstofu, heyvinnuáhöld, bát og fatnað. Segja má að nemendur hafi farið aftur í tímann um 100 – 200 ár og einungis voru skoðaðir hlutir sem talið er að hafi verið notaðir fyrir svo löngu síðan.

Kynningin var á efni tengt bókinni Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti. Í bókinni er fjallað um hið forna mánaðatal ( Hörpu, Skerplu, Þorra, Góu). Hverjum af hinum fornu mánuðum voru gerð skil og höfðu nemendur aflað sér upplýsingar víðar en bara í námsbókinni.