Þemadagar – fréttabréf

admin Fréttir

PictureÞemadagar standa nú yfir í Auðarskóla grunnskóladeildum. Nemendur eru að vinna að ýmsum verkefnum ásamt kennurum og starfsfólki. Það er hlutverk 10. bekkinga að skrá niður það sem fram fer bæði í formi texta og eins myndatökur. Hér á síðunni má sjá Breka nemenda í 3. bekk með tuskudýrið sitt sem hann bjó til í textílhópnum. Hér á síðunni er linkur (þemavefurinn) á þemavefinn þar sem 10. bekkingar leyfa ykkur ágætu lesendur að fylgjast með því sem fram fer á þemadögunum. Vinnan gengur ágætlega hjá þeim og hafa þau gefið út fréttabréf. Síðar koma myndir úr hverjum hóp ásamt myndum sem settar verða á myndasvæði heimasíðunnar.