Dagur íslenskrar tungu

admin

Sú hefð hefur skapast í Auðarskóla að haldið er upp á dag íslenskrar tungu með því að nemendur í 7. bekk fara yfir í leikskólann og lesa þar upp fyrir börnin.


Þar sem dag íslenskrar tungu bar nú upp á helgi var það ekki fyrr en í morgun sem nemendur fóru og lásu fyrir leikskólabörnin.  Eins og sjá má á myndunum þá var  bæði lesið fyrir  þau yngri og  eldri.





Með því að smella á myndirnar er hægt að sjá þær stærri.