Auðarskóli fer í páskafrí

Auðarskóli Fréttir

Auðarskóli er kominn í páskafrí. Skólahald hefst aftur eftir páska 8.apríl með sama fyrirkomulagi og var núna síðustu vikuna fyrir páska. Sú starfsemi sem Auðarskóli heldur úti í samkomubanninu verður sú sama og fyrir páska. Forgangs nemendur á leikskólanum og 1.-4.bekkur í grunnskólanum. Við biðjum foreldra um að fylgjast vel með upplýsingum frá skólanum verði einhverjar breytingar.
Við þökkum fyrir samstarfið í samkomubanninu. Það eiga margir miklar þakkir skilið fyrir þann tíma sem samkomubannið hefur verið í gildi. Við viljum sérstaklega senda þakkir til þeirra stofnana í Dalabyggð sem hafa haldið úti þjónustu síðustu vikur. Þar eru allir að standa sig frábærlega og margir undir erfiðum kringumstæðum.
Gleðilega páska.