Á skíðum skemmti ég mér trarallalla!

Auðarskóli Fréttir

Í vikunni fara allir nemendur Auðarskóla á skíði.

Nemendur á mið- og elsta stigi fara á skíðasvæði Tindastóls og dvelja þar

hvort stig fyrir sig í tvo daga og njóta útiveru og æfa sig á skíðum og snjóbrettum.

Miðstig dvelur fyrir norðan mánu- og þriðjudaginn 20.-21. mars og elsta stigið

miðviku- og fimmtudaginn 22.-23.mars.

Nemendur á yngsta stigi fara á gönguskíði og munu njóta leiðsagnar

þjálfara skíðafélags Strandamanna fimmtudaginn 23. mars.

Einnig munu þeir fara í sundlaugina að Laugarhóli í Bjarnarfirði.

Góða skemmtun!