Stærðfræðikeppni

admin Fréttir

Hin árlega stærðfræðikeppni var haldin í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi 11. mars síðastliðinn. Haldin var undankeppni innan Auðarskóla og voru þrír nemendur sem fóru úr unglingadeildinni í keppnina einn úr hverjum árgangi. Keppendurnir voru Eydís Lilja, Benedikt Máni og Steinþór Logi. Allir keppendur Auðarskóla lentu í efstu 15 sætum innan síns árgangs en Steinþór Logi Arnarsson lenti í 2. Sæti.

Nemendafélagið safnar fyrir Lúkas

admin Fréttir

Núna á skírdag var hin árlega félagsvist haldin í Tjarnarlundi á vegum nemendafélagsins. Félagsvistin var ágætlega sótt og spilað var á 13 borðum sem gera 52 manns. Nemendafélagið ákvað að allur ágóði kvöldsins rynni í söfnun sjúkraflutningamanna fyrir hjartahnoðtækinu „Lúkasi“. Föstudaginn 25. apríl komu tveir sjúkraflutningamenn og tóku við 50.000 kr. auk þess sem þeir sýndu unglingadeildinni brot af tækjabúnaði …

Öskupokagerð

admin Fréttir

Foreldrafélagið stóð fyrir öskupokagerð á dögunum til upphitunar fyrir öskudaginn. Margir viðstaddra spreyttu sig í fyrsta skipti á þeirri iðju og höfðu gaman af. Undirbúningur fyrir öskudaginn sjálfan er á fullu skriði í samvinnu stjórnar foreldrafélagsins  og nemenda á efsta stigi.   Það verður gleði og glaumur á öskudaginn!

Vefsíða Auðarskóla

admin Fréttir

Vefsíða Auðarskóla er greinilega  mikið notuð.  Samkvæmt yfirliti af vefsvæðinu, sem mælir umferð og heimsóknir á síðuna,  eru daglegar flettingar á síðunni að rokka til og frá á bilinu 200 – 800.  Meðaltalið síðastliðinn mánuð er því um 400 flettingar á dag sem gera 12.000 flettingar á mánuði.  Miðað við þennan fjölda og niðurstöður úr innra mati skólans þar sem …

Stjórn nemendafélags Auðarskóla

admin Fréttir

Kosið hefur verið í stjórn nemendafélags Auðarskóla fyrir skólaárið 2015-2016.Eyrún Eik Gísladóttir var kjörin formaður nemendafélagsins.Sigrún Ósk Jóhannesdóttir var skipaður gjaldkeri og varaformaður og Lydía Nína Bogadóttir ritari og varagjaldkeri.  Þá er Birta Magnúsdóttir einnig varagjaldkeri og Árni Þór Haraldsson vararitari.  Fulltrúar í skólaráði Auðarskóla eru Helgi Fannar Þorbjarnarson og Erna Hjaltadóttir.Varamenn stjórnar nemendafélagsins eru Þórey Hekla Ægisdóttir, Dagur Þórarinsson og …

Skólaliði

admin Fréttir

Skólaliða vantar tímabundið í 50% starf í mötuneyti Auðarskóla í Dalabúð. Starfið fellst í aðstoð í eldhúsi, þrifum og gæslu.  Um er að ræða vinnu í fjórar vikur frá og með 4. mars næstkomandi. Að lokinni afleysingu í mötuneytinu er möguleiki á afleysingavinnu í öðrum deildum Auðarskóla. Áhugasamir hafi samband við Eyjólf skólastjóra í síma 899 7037 eða á netfangið …

Tölvuver skólans uppfært

admin Fréttir

Undanfarin þrjú ár hefur verið keyrður svo kallaður „multipower server í tölvuverinu“.  Það þýðir að ein öflug tölva stýrir mörgum skjám og lyklaborðum.  Í raun hefur undanfarið aðeins verið ein ofurtölva í verinu með 15 skjám, lyklaborðum og músum.  Því er ekki að leyna að þetta kerfi hefur verið viðkvæmt og þungt í keyrslu og of oft haft hamlandi áhrif …

Nemendur í Auðarskóla keppa í forritun

admin Fréttir

Dagna 11. og 13. nóvember kepptu nemendur á unglinga- og miðstigi í Alþjóðlegu Bebras-áskoruninni.  Bebras-áskorunin er fjölþjóðleg áskorun fyrir nemendur á grunn- og framhaldsskólaaldri. Keppendur eru frá um 50 löndum og yfir 500 þúsund. Ísland er að taka þátt í fyrsta skipti og er Auðarskóli einn af 8 skólum á Íslandi sem taka þátt. Keppendur í Auðarskóla í ár voru 5 …

Fjölgun í Auðarskóla

admin Fréttir

Nokkur fjölgun er á milli ára í grunnskóladeild Auðarskóla og er fjöldinn nú að nálgast þá skemmtilegu tölu 100, en nemendur í upphafi skólaárs eru 98.  Einu sinni hafa verið fleiri nemendur í grunnskólanum í Búðardal og þá voru þeir 99.  Hér fylgir yfirlit yfir aldurskiptingu nemenda: Yngsta stig      1. bekkur         12        Umsjónarkennarar:      Þórdís Edda Guðjónsdóttir                                2. bekkur         …