Enginn skólaakstur fram að páskum

admin Fréttir

Kæru foreldrar/forráðamenn Ákveðið hefur verið að fella niður allan skólaakstur fram að páskum.Foreldrar geta að sjálfsögðu ennþá komið með sín börn (1. – 7. bekk) í skólann. Kær kveðjaHlöðver Ingi GunnarssonSkólastjóriAuðarskóla

Skólaakstur fellur niður mánudaginn 23. mars

admin Fréttir

Kæru foreldrar/forráðamenn Á morgun munum við fella niður skólaakstur á öllum leiðum. Við höfum fengið ný tilmæli frá stjórnvöldum og meðan við erum að máta okkur að þeim þá fellur skólaakstur niður á öllum leiðum.  Skólinn verður opinn á morgun með sama skipulagi og var í síðustu viku. Foreldrum/forráðamönnum í dreifbýli er að sjálfsögðu heimilt að koma með sín börn …

Dagur leikskólans

admin Fréttir

Dagur leikskólans var haldinn 6. febrúar sl.  Í tilefni dagsins voru listaverk nemenda leikskólans í forgrunni og haldin var sérstök sýning á þeim. Boðið var upp á veitingar og áttu gestir og nemendur góða stund saman.Einnig komu nemendur á elsta stigi í heimsókn til okkar á Tröllaklett. Drengir spiluðu við nemendur fyrir hádegi og stúlkur komu í leikjastund í Fjallasal eftir hádegi. …

Skólastarf hafið að nýju.

admin Fréttir

Kæru foreldrar/forráðamennÍ morgun mættu nemendur og starfsmenn í Auðarskóla. Mjög vel hefur gengið að fara etir því skipulagi sem búið var að kynna. Það er mikil ró yfir nemendum og skólastarfið gengið vel í breyttri mynd. Bæði nemendur og starfsmenn hafa staðið sig eins og hetjur til að láta allt ganga. ​Höldum áfram svona!Kær kveðjaHlöðver Ingi GunnarssonSkólastjóri Auðarskóla

Kaffihúsakvöldið

admin Fréttir

Þann 21. Nóvember 2019 var okkar árlega kaffihúsakvöld haldið í Dalabúð. Eins og venjulega var unlingastigið sem hélt utan um undirbúning og skipulag. Margt var um manninn og seldust margir happdrættismiðar. Þá voru 6. – 10. bekkur með atriði sem voru geggjað flott. Unglingastig og miðstig bökuðu smákökur svo var gert heitt kakó þannig að fólk gat fengið sér heitt …

Skólahald í grunn- og leikskóladeild í samkomubanni

admin Fréttir

​Skólahald í grunnskóladeild Auðarskóla í samkomubanni  Til að byrja með verður 8. – 10. bekkur í fjarnámi og munu umsjónarkennarar vera í samskiptum við foreldra og forráðamenn um fyrirkomulagið á því.   1. bekkur, 2. bekkur 3.-4. bekkur, 5. bekkur, 6. bekkur og 7. bekkur verða sérhópar. Við munum hafa öll samskipti milli hópa í lágmarki, bæði milli nemenda og milli starfsfólks. …

Núvitund fyrir pabba, mömmur, afa og ömmur

admin Fréttir

Foreldrafélag Auðarskóla býður upp á erindi um núvitund í uppeldi barna, fimmtudaginn 7. febrúarkl: 20:00, í sal efri byggingu grunnskólans. Námskeiðið heitir „Núvitund fyrir pabba, mömmur, afa og ömmur og aðra sem koma að uppeldi barna„. Í þessu fræðsluerindi kynnir Bryndís Jóna frá Núvitundarsetrinu hvað felst í núvitund og gildi núvitundar fyrir alla þá sem koma að uppeldi barna.  Við prófum …