Myndir frá skólaferðalagi eldri nemenda

admin

Dagana 24. – 25. maí foru nemendur í 8. – 10. bekk í skólaferðalag í Skagafjörðinn. Þar m.a.var farið í heimsókn á Hóla, Vesturfarasafnið, í flúðasiglingu og klettaklifur. Umsjónarkennaranir Jónína Magrét og Kristján Meldal fylgdu nemendum. Sveinn sá að vanda um aksturinn. Ekki eru allar myndir komnar í hús af ferðinni, t.d. vantar enn myndir af flúðasiglingunni. Hægt er að …

Frá skólabókasafni

admin

Til þeirra sem eiga eftir að skila bókum.  Vinsamlegast skilið bókum af skólabókasafninu fyrir sumarlokun grunnskólans 16. júní næstkomandi.

Vorferð leikskólans

admin

Þriðjudaginn 7. júní verður vorferðalag leikskólans.  Lagt verður af stað upp úr kl. 9:00 og munu Sveinn á Staðarfelli og Kalli í KM vera bílstjórarnir okkar. Leikskólinn tekur með nesti til ferðarinnar. Farið verður í Daníelslund í Borgarfirðinum og rölt þar um stíga,  nestið borðað  og leikið.  Þaðan er farið í Baulu; borðaður ís og leikið á útisvæðinu. Mjög mikilvægt er …

Skólaferðalögin

admin

Nú er dagskrá skólaferðalaga komin á vefinn.  Dagskrá fyrir skólaferðalög  nemenda í  1. – 7. bekk má finna hér. Dagskrá fyrir skólaferðalag nemenda í 8. – 10. bekk má finna hér. Því miður er veðurspá ekki sú besta þessa daga og því vissara að vera vel klædd á ferðalögum þessum.

Námskeiðsdagurinn

admin

Á námskeiðsdeginum þann 23. maí næstkomandi er nemendum skipt upp í hópa, sem sækja ákveðin námskeið eða fræðslu.   Hér í skjalinu  fyrir neðan er skipulag dagsins.  Hefðbundin stundatafla er lögð til hliðar en skólaakstur verður með óbreyttu sniði.  Allir nemendur verða í Búðardal þennan daginn.  Athugið að samkvæmt veðurspá verður kalt úti, en nemendur eru í sumum tilvikum úti hluta  …

Valgreinaseðillinn fer heim í dag

admin

Valgreinaseðill fyrir verðandi nemendur í 9. bekk og 10. bekk fer heim í dag með nemendum.   Seðillinn og fyrirkomulag námsvals hefur verið kynntu nemendum.  Mikilvægt er að nemendur og foreldrar ræði saman um valið.   Seðlinum skal skila aftur undirrituðum af foreldri í síðasta lagi mánudaginn 23. maí.    Hér að neðan má nálgast valgreinaseðilinn. valgreinar.docx File Size: 18 …

Hjóladagur í leikskólanum

admin

Þriðjudaginn 10. maí var hjóladagur í leikskólanum. Börnin komu með hjól með sér að heiman. Yngri börnin hjóluðu á leikskólalóðinni en þau eldri á grunnskólalóðinni.  Allir hjóluðu og hjóluðu.  Að sjálfsögðu voru eldri börnin með hjálma eins og vera bar.

Fuglaskoðun

admin

Nemendur 1. -2. bekkjar hafa undanfarið verið að fræðast um hafið. Við höfum verið að skoða sjófugla, fjöruna og fiska. Í tilefni af því skelltum við okkur í fuglaskoðun miðvikudaginn 3. maí. Farið var í fjöruna fyrir neðan Ægisbrautina. Farið var með þá sjónauka sem skólinn á og nokkrir komu með sjónauka að heiman- einhverjir komu með fuglabækur.Veðrið var ágætt …

Skýrsla næringarfræðings

admin

Ragnheiður Ásta Guðnadóttir næringarfræðingur hjá Næringarsetrinu hefur lokið úttekt á matseðlum hjá mötuneyti Auðarskóla í Búðardal.  Úttektin er nú komin út í skýrslu sem er aðgengileg hér á vefsíðu skólans undir hlekknum „útgáfa“.  Úttektin var að þessu sinni aðeins gerð í Búðardal og nær ekki yfir morgunmatinn. Í heild sinni er niðurstaðan góð.  Mötuneytið stenst í flestu þau viðmið sem …

Lyngbrekkuballið – upplýsingar

admin

Þann 27. apríl verður unglingadansleikur í Lyngbrekku á Mýrum.   Dansleikurinn er á vegum samstarfsskólanna í Borgarfirði, Dölum og Reykhólasveit.   Skemmtunin hefst kl. 19.00 og lýkur kl. 22.00.  Hljómsveitin Festival leikur fyrir dansi.  Verð fyrir hvern nemanda er krónur 2.000.  Sjoppa er á staðnum. Áætlað er að rúta fari úr Saurbænum kl. 17.30 og frá Búðardal 18.00.   Nemendur ættu að vera …