Sálfræðiþjónusta

Sálfræðingur skólans er Magnús Baldursson.

Komudagar skólasálfræðings haustið 2022:  10. október, 21. nóvember og 5. desember.

Sálfræðiþjónusta (greining og ráðgjöf) gagnvart einstökum nemendum er gerð í kjölfar beiðni, sem þarf að gera á þar til gerðu eyðublaði sem fæst í skólanum. Forráðamenn barna, starfsmenn skóla, starfsmenn félagsþjónustu og heilsugæslu geta átt frumkvæði að athugun og greiningu á einstökum nemendum. Beiðnir fara í gegnum umsjónarkennara, og/eða stjórnendur skólans. Samþykki forráðamanna skal liggja fyrir áður en athugun og greining er gerð á einstökum nemendum.
Vandamál þeirra barna er vísað er til skólasálfræðings þurfa að hafa, eða vera líkleg til að hafa, áhrif á nám þeirra. Helstu viðfangsefni skólasálfræðingsins eru vanlíðan nemenda, frávik í hegðun, áföll og áhyggjuefni heimila varðandi nemendur.

Sé fullnægjandi greining eða ráðgjöf gagnvart vanda einstakra nemenda ekki á færi eða verksviði skólasálfræðings Auðarskóla skal skólinn leiðbeina forráðamönnum og eftir föngum útvega viðeigandi þjónustu.