Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun Auðarskóla 2018-2021                  Jafnréttisáætlun Auðarskóla-Pdf

Jafnréttisáætlun Auðarskóla byggir á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10 frá 2008 og jafnréttisáætlun Dalabyggðar frá 2016. Jafnréttisáætlun þessi gildir fyrir allar deildir skólans og er birt á heimasíðu skólans. Áætlunin var síðast uppfærð í nóvember 2018 og verður endurskoðuð innan þriggja ára sbr. 18. gr. laganna.

Ábyrgð
Skólastjóri Auðarskóla ber ábyrgð á jafnréttisáætluninni, framkvæmd hennar og endurskoðun. Áætlunin sem er tvíþætt, fjallar annars vegar um nemendur og hins vegar um starfsfólk.

Nemendur
Sem menntastofnun leggur skólinn áherslu á að uppfylla 22. og 23. gr. jafnréttislaga gagnvart nemendum sínum.

22. gr. Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni
Skólastjórnendur skulu gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að nemendur verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni í skólanum eða í félagsstarfi á vegum skólans.

  • Fræðsla um kynbundið eða kynferðislegt ofbeldi og áreitni fer fram á öllum skólastigum.
  • Nemendum skal gert ljóst hvert skal leita ef þeir verða vitni af eða verða fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni.
  • Starfsfólk skal vera meðvitað um ábyrgð og færar leiðir í málaflokknum samkvæmt verkferlum.
  • Telji nemandi / forráðamaður að 22. gr. hafi verið brotin gagnvart sér eða öðrum skal tafarlaust haft samband við skólastjóra.

Aðgerðaráætlun 22. gr. Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni
Gera þarf nemendum ljóst að kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni er ekki liðin í skólanum. Meðferð slíkra mála verða sett í ákveðinn farveg sbr. einelti og áföll. Nemendaverndarráð, skólasálfræðingur, skólahjúkrunarfræðingur og lífsleiknikennari eiga að taka að sér þessa fræðslu og vinnu með nemendum. Það þarf að gera nemendum grein fyrir því að ofbeldi og áreitni getur birst í mörgum myndum s.s. í orðum eða látbragði. Nemendur eiga hvorki að sætta sig við ofbeldi né áreitni af hendi samnemenda né starfsmanna skólans. Virk samvinna við stoðþjónustuna; Barnavernd og lögreglu er nauðsynleg til þess að hægt sé að tryggja sem best velferð nemenda.
Rík áhersla er lögð á gagnkvæma og trausta samvinnu við heimili nemenda og ýmis félagasamtök í hverfinu t.d. íþróttafélag, félagsmiðstöð og kirkjuna.

Kyndbundið ofbeldi, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og einelti verða ekki liðin.

 23. gr. Menntun og skólastarf
Í skólanum er unnið samkvæmt markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla þar sem jafnrétti er einn af grunnþáttum menntunar.
Allir nemendur Auðarskóla skulu hafa sömu tækifæri til náms og möguleika á því að taka þátt í öllu skólastarfi. Lögð er áhersla á réttindi og skyldur aðila skólasamfélagsins, gagnkvæma virðingu og jákvæð samskipti kynjanna í öllum viðfangsefnum og starfsháttum. Auðarskóli leitast við að búa nemendur undir jafna þátttöku í samfélaginu, í atvinnu og fjölskyldulífi. Í inntaki og framkvæmd námsins skal eftirfarandi haft að leiðarljósi:

  • Kennsla og viðfangsefni skulu vera fjölbreytt og höfða jafnt til drengja sem stúlkna.
  • Starfsfólk skoði með gagnrýnum hætti námsefni og haldi vöku sinni gagnvart efni sem sýnir staðlaðar kynjaímyndir eða kynjamismun.
  • Fræðsla um jafnrétti og mannréttindi er ávallt hluti af námi nemenda.
  • Jafnréttisfræðsla skal vera reglubundin, skráð í skólanámskrá og fara fram á öllum aldursstigum skólans.
  • Jafnréttissjónarmið skulu höfð að leiðarljósi í öllum viðfangsefni og jafnrétti samtvinnað öllu skólastarfi.
  • Telji nemandi/forráðamaður að jafnrétti til náms sé brotið í Auðarskóla skal hann leita til umsjónarkennara/deildarstjóra sem finnur málinu farveg.

Aðgerðaráætun 23. gr. Menntun og skólastarf
1. aðgerð: Niðurstöður úr samræmdum prófum og skimunum á nemendum innan skólans (samræmd próf, lesskimunarpróf og Hljóm-2) eru skoðaðar á hverju ári með tilliti til árangurs drengja og stúlkna.
Framkvæmd:  Þróunarstjórn og skólastjóri yfirfara niðurstöður.
Viðbrögð: Ef greinilega hallar á annaðhvort kynið er fundað með kennurum um niðurstöður og þær birtar foreldrum.
Tími: Að loknum samræmdum prófum ár hvert/við lok skólaárs.
Niðurstöður samræmdra prófa og annars námsmats skal skoðað með tilliti til árangurs drengja og stúlkna:
• Aðgerð: Bregðast skal við ef námsárangur er misjafn milli       kynjanna.
• Timi: Skoðað ár hvert í desember og febrúar.
•  Ábyrgð: Sérkennari og skólastjórnendur.

2. aðgerð: Árlega er fundað bæði í leik- og grunnskóla um námsefnis-, bóka- og leikefnisval út frá markmiðum jafnréttisáætlunar skólans.
Framkvæmd:  Skólastjóri boðar til funda.
Viðbrögð: Ef yfirferð starfsmanna leiðir til þess að val á viðfangsefnum stuðli að stöðluðum staðalímyndum eða kynjamisrétti skal þegar reyna að skipta út slíkum viðfangsefnum.
Tími: Fundað skal í september ár hvert.

3. aðgerð: Jafnréttisáætlun er kynnt fyrir starfsfólki í upphafi skólaárs og farið yfir markmið hennar.
Framkvæmd:  Skólastjóri kynnir jafnréttisáætlun á starfsmannafundi.
Tími: Við upphaf skólaárs

4. aðgerð: Í starfsmannasamtölum erum starfsmenn spurðir úti jafnréttisáætlun skólans og hvernig þeir vinni með hana í sínu starfi.
Framkvæmd: Spurningar í starfsmannasamtali, skólastjóri boðar til viðtals.
Tími: Þegar starfsmannasamtöl fara fram.

Starfsfólk
Sem vinnustaður setur skólinn sér áætlun um hvernig starfsmönnum eru tryggð þau réttindi sem kveðið er á um í 19.- 22. gr. laganna.

19. gr. Launajafnrétti
Konum og körlum er starfa í Auðarskóla skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf.

20. gr. Laus störf, starfsþróun, endurmenntun, símenntun og tekjumöguleikar
Laus störf skulu ávallt standa báðum kynjum opin. Við auglýsingu starfa skulu bæð kyn hvött til að sækja um. Undantekning eru þó störf er lúta að baðvörslu stúlkna eða drengja. Velja skal þann umsækjanda sem hæfastur er til starfsins á grundvelli menntunar og reynslu. Standi valið hinsvegar á milli jafn hæfra einstaklinga af gagnstæðu kyni skal ráða einstaklinginn sem er af því kyni sem er í minnihluta.
Stjórnendur Auðarskóla skulu tryggja að konur og karlar njóti sömu möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar. Við gerð símenntunaráætlunar sé þess gætt að tilboð séu við hæfi beggja kynja. Allir starfsmenn eru hvattir til þess að sækja endurmenntun og huga að starfsþróun sinni.
Í skólanum ríkir jafnlaunastefna og er þess þá gætt að konur og karlar hafi jafna möguleika á launuðum viðbótarstörfum innan skólans.

21. gr. Samræming atvinnuþátttöku og fjölskyldulífs
Starfsskipulag í Auðarskóla skal vera með þeim hætti að stjórnendur geti á hverjum tíma gert ráðstafanir til að bæði kyn geti samræmt starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu.

  • Starfsmenn fái notið sveigjanleika, eins og við verður komið, í viðveru til að rækja fjölskyldulegar skyldur sínar.
  • Konum og körlum skal gert kleift að minnka við sig vinnu tímabundið, eins og við verður komið, vegna fjölskylduaðstæðna.
  • Starfsmenn skulu eiga kost á hlutastörfum eftir því sem aðstæður leyfa.
  • Starfsmenn skulu ganga að störfum sínum að afloknum veikinda- eða foreldraleyfum eins og kveðið er á um í kjarasamningum.

22. gr. Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni
Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni í Auðarskóla er ekki liðin. Allir starfsmenn eiga rétt á að komið sé fram við þá af virðingu. Kynbundið obeldi, kynbundin áreitni og/eða kynferðisleg áreitni er með öllu óheimil á vinnustöðum sveitarfélagsins. Starfsmenn sveitarfélagsins og forsvarsmenn íþrótta- og æskulýðsstarfs bera ábyrgð á að þess sé gætt að starfsfólk, nemar, iðkendur og aðrir notendur verði ekki fyrir kynbundu ofbeldi, kynferðislegu áreitni né kynbundnu áreitni. Verði uppvíst um slíka hegðun ber að gera viðkomandi yfirmanni eða trúnaðarmanni viðvart og skal endir bundinn á hana. Þolandi skal engan skaða bera af ráðstöfunum sem gripið er til í því skyni. Alvarleg eða endurtekin áreitni varðar áminningu eða brottrekstur úr starfi. Nefndin kalli eftir aðgerðaráætlun við kynferðislegri og kynbundinni áreitni frá stofnunum annað hvert ár að hausti. Ábyrð á þessu bera yfirmenn stofnana/deilda og er þetta viðvarandi verkefni.
Telji starfsmaður að gr. 19 til 22 jafnréttislaga hafi verið brotin í Auðarskóla skal hann leita til trúnaðarmanns eða stjórnenda til að leita lausna.

Aðgerðaráætlun
19. gr. Launajafnrétti

Jafnréttislög kveða á um að konum og körlum sem starfa hjá sama atvinnurekanda skuli greidd jöfn laun og þau skuli njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Við ákvörðun launa og fríðinda skal staða kynjanna vera jöfn. Einnig skal þess gætt að við úthlutun verkefna, tilfærslur í störfum og uppsagnir sé kynjunum ekki mismunað. Ákvörðun um laun og fríðindi þeirra starfsmanna, umfram kjarasamninga skal tekin af 3ja manna nefnd; sveitarstjóra, launafulltrúa og starfsmanni jafnréttisnefndar. Ábyrgð á þessu er í höndum sveitarstjóra. Þetta verkefni er ekki tímasett heldur er það viðvarandi. Framkvæmd skal könnun á kjörum kynjanna á tveggja ára fresti. Það skal vera í höndum skólastjóra.

20. gr. Starfsþróun, laus störf, endurmenntun og símenntun:
Aðgerð: Allir starfsmenn fái í gegnum starfsmannaviðtöl tækifæri til að tjá sig óskir sínar varðandi starfsþróun.
Framkvæmd:  Skólastjóri.
Viðbrögð: Óskum starfsmanna skal forgangsraðað með tilliti til markmiða og áherslna skólans. Starfsmenn skulu studdir til starfsþróunar eins og tími og fé leyfir.
Tími: Á hverju ári í febrúar.

21. gr. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs
Aðgerð:  innra mati skólans skulu starfsmenn spurðir út í ofangreindan þátt.
Framkvæmd:  Þróunarstjórn
Viðbrögð: Allar niðurstöður úr innra mati eru birtar á heimasíðu skólans. Ef viðkomandi efnisþáttur er flokkaður sem veikleiki í úrvinnslu starfsmanna eru áætlanir um úrbætur birtar í úrbótaáætlun skólans.
Tími: Athugunin er hluti innra mats skólans og fer eftir áður samþykktri sjálfsmatsáætlun.

22. gr. Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni
Gera þarf starfsfólki ljóst að kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni sé ekki liðin í Auðarskóla. Meðferð slíkra mála verða sett í ákveðinn farveg sbr. einelti og áföll og vísað til stjórnenda. Það þarf að gera starfsfólki grein fyrir því að ofbeldi og áreitni getur birst í mörgum myndum s.s. í orðum eða látbragði. Starfsfólk á hvorki að sætta sig við ofbeldi né áreitni af hendi nemenda né starfsmanna skólans.
Eftirfarnar fyrirbyggjandi aðgerðir og viðbrögð skulu viðhöfð:

  • Starfsfólk fær fræðslu um kynbundið eða kynferðislegt ofbeldi og áreitni.
  • Starfsfólk er meðvitað um ábyrgð og færar leiðir í málaflokknum samkvæmt verkferlum.

Aðgerð: Í innra mati skólans skulu starfsmenn spurðir út í ofangreindan þátt.
Framkvæmd: Þróunarstjórn
Viðbrögð: Allar niðurstöður úr innra mati eru birtar á heimasíðu skólans. Ef viðkomandi efnisþáttur er flokkaður sem veikleiki í úrvinnslu starfsmanna eru áætlanir um úrbætur birtar í úrbótaáætlun skólans.
Tími: Athugunin er hluti innra mats skólans og fer eftir áður samþykktri sjálfsmatsáætlun.

Uppfært í september 2020