Félagsstarf

Félagsstarfið í Auðarskóla skiptist í megindráttum í tvennt. Annarsvegar er um að ræða félagslíf sem umsjónarkennarar skipuleggja og getur það verið bekkjarkvöld, árshátíð og námsvöku eldri nemenda.
Hinsvegar er það félagslífið sem nemendafélagið stendur fyrir undir stjórn umsjónarmanns skólans og eru það diskótek, fjáraflanir ýmisskonar, kynningar, kaffihúsakvöld og fl.

Hlutverk umsjónaraðila nemendafélags
Umsjónarmaður félagslífsins heldur utan um starfsemi nemendafélagsins og á reglulega samskipti við umsjónarkennara um starfsemi félagsins. Hann vinnur undir stjórn skólastjóra. Umsjónarmaður fundar reglulega með stjórn félagsins og vinnur með þeim að uppákomum og skipulagi á félagslífi skólans. Hann hefur umsjón með dansleikjum, atburðum og einstaka ferðum á vegum skólans.