Dansýning

admin Fréttir

Við viljum minna á að Dansýningin erklukkan 12:00 í dag,​eins og stendur á skóladagatali. Heimakstur skólabíla er klukkan 13:00.

Sumarfrí í Auðarskóla

admin Fréttir

Á hádegi föstudaginn 21. júní 2019 mun skrifstofa skólans fara í sumarfrí og mun hún opna aftur þriðjudaginn 6. ágúst.  Leikskóladeild Auðarskóla fer í sumarfrí frá og með fimmtudeginum 27. júní n.k. og opnar aftur eftir sumarfrí fimmtudaginn 1. ágúst 2019. Skólasetning grunnskólans verður fimmtudaginn 22. ágúst, nánari tíma- og staðsetning verður auglýst síðar.

Ný læsisstefna Auðarskóla

admin Fréttir

​Auðarskóli hefur unnið að læsisstefnu um nokkurt skeið. Nú er vinnu lokið og komið að útgáfu hennar. Markmið með læsisstefnunni er að efla læsi í víðu samhengi, samræma kennsluhætti og námsmat milli skólastiga.  Læsisstefnuna er að finna á heimasíðu skólans undir flipanum:Um skólann – Stefnur og mat Til hamingju nemendur, foreldrar og starfsfólk Auðarskóla.