Þriðjudaginn 3. desember var Kómedíuleikhúsið með leiksýningu fyrir alla nemendur í grunnskóladeildinni og tvo elstu árgangana í leikskólanum um Leppalúða. Leppalúði hefur ávallt staðið í skugganum af Grýlu og jólasveinunum eins og segir í leikskrá og loksins fær hann að vera í sviðsljósinu. Höfunundur leikritsins er Elfar Logi Hannesson og er hann eini leikarinn í sýningunni. Nemendur skemmtu sér ágætlega …
Starfsáætlun Auðarskóla 2017-2018
Starfsáætlun Auðarskóla fyrir skólaárið 2017-2018 er komin hér inn á vefinn undir „útgáfa“ og „starfsáætlanir“.
Tónfundur tónlistardeildar Auðarskóla
Á fimmtudaginn 18. október verður tónfundur í Auðarskóla. Hann verður eins og undanfarin skipti í efra holi grunnskólans og hefst klukkan 13:30. Áætlaður er klukkutími fyrir nemendur til að láta ljós sitt skína við spilamennsku og söng. Við viljum góðlátlega benda fólki á að sitja út tónfundinn af virðingu við þá nemendur sem koma fram.
Mikilvægt fyrir alla foreldra/forráðamenn – Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla
Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla verður haldinn í grunnskólanum mánudaginn 22. október kl. 17:30.…Dagskrá:1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.2. Fráfarandi stjórn gerir grein fyrir starfi síðasta starfsárs og fjárhagslegri stöðu félagsins.3. Fulltrúar í skólaráði gera grein fyrir starfi síðasta starfsárs.4. Lagabreytingar.5. Kosningar. Stjórnarkjör, og kosning fulltrúa í fræðslunefnd og skólaráð ef þörf er á.6. Önnur mál. Mikilvæg málefni er varða alla foreldra/forráðamenn. Komin eru …
Nýtt skóladagatal grunnskóladeildarinnar
Nýtt skóladagatal grunnskóladeildar er nú komið hér inn á vefinn. Nýjum skipulagsdegi hefur verið bætt inn á dagatalið þann 20. febrúar en það er dagur sem vantaði inn á dagatalið í upphafi skólaársins. Uppfært dagatal má nálgast hér fyrir neðan og undir „grunnskóli“ og „skóladagatal“ Skóladagatal 2017-2018 File Size: 53 kb File Type: xls Download File