Núvitund fyrir pabba, mömmur, afa og ömmur

admin

Foreldrafélag Auðarskóla býður upp á erindi um núvitund í uppeldi barna, fimmtudaginn 7. febrúar kl: 20:00, í sal efri byggingu grunnskólans. Námskeiðið heitir “ Núvitund fyrir pabba, mömmur, afa og ömmur og aðra sem koma að uppeldi barna „. Í þessu fræðsluerindi kynnir Bryndís Jóna frá Núvitundarsetrinu hvað felst í núvitund og gildi núvitundar fyrir alla þá sem koma að …

Smá breyting á skóladagatali

admin

Við viljum benda á smá breytingu á skóladagatali grunnskólans. Smiðjuhelgin sem átti að vera fyrir unglingadeild 29. – 30. mars hefur færst til 5. – 6. apríl. Uppfært skóladagatal er komið hérna inn á vefinn: www.audarskoli.is/skoacuteladagatal.html

Ný gjaldskrá Auðarskóla

admin

Við vekjum athygli á því að um áramót tók í gildi ný gjaldskrá Auðarskóla. Hægt er að nálgast gjaldskrána inn á vef Dalabyggðar: ​ http://dalir.is/Files/Skra_0079003.pdf

Karellen í leikskólann

admin Fréttir

Nú er mánuður liðinn síðan Karellen var tekið upp í leikskólanum. Karellen er fyrsta kerfið sinnar tegundar í heiminum sem býður upp á heildarlausnir fyrir leikskóla. Það er skráningar- og samskiptaforrit sem auðveldar öll samskipti og gerir skráningar skilvirkari. Í gegnum Karellen fá foreldrar aðgang að helstu upplýsingum varðandi barnið sitt; mætingar, matar- og svefnskráningar, veikinda – og leyfisskráningar, dagatal, matseðil skólans, …

Auðarskóli í sumar

admin Fréttir

Eins og líklega flestir orðið vita þá voru skólaslit grunnskólans þann 31. maí síðastliðinn en leikskólinn er opinn til og með 26. júní og einnig skrifstofa skólans. Skrifstofa skólans og leikskólinn opna svo aftur 1. ágúst en skólasetning grunnskólans verður 22. ágúst.

Skóladagatöl næsta skólaárs

admin Fréttir

Skóladagatöl Auðarskóla fyrir næsta skólaár eru komin inn á heimasíðuna:http://www.audarskoli.is/skoacuteladagatal.html  Dagatölin eru tvö, fyrir grunn- og tónlistarskóla annarsvegar og leikskóla hinsvegar. Nú er tækifæri fyrir fjölskyldur skólabarna að skipuleggja fríin sín miðað við skóladagatalið svo endilega kíkið á linkinn hér fyrir ofan og skoðið dagatölin vel.

Stelpurnar okkar gerðu góða hluti í glímu um helgina

admin Fréttir

Eins og sjá má á frétt Skessuhorns í dag voru nokkrar stelpur úr Auðarskóla að gera góða hluti í glímu um helgina. ​Grunnskólamót í glímu var haldið í Reykjanesbæ um liðna helgi. Á vefsíðu Glímusambands Íslands segir að mótið hafi gengið vel fyrir sig og fóru keppendur ánægðir heim. Glímudrottning okkar dalamanna, Svana Hrönn Jóhannsdóttir, nýkjörin formaður Glímusambands Íslands, var …