Upplestrarhátíðin á Vesturlandi

admin

Auðarskóli átti fulltrúa á Upplestrarhátíðinni á Vesturlandi sem fram fór 10. apríl síðast liðinn.  Hér heima hafði áður farið fram undankeppni þar sem fulltrúar okkar voru valdir.  Fulltrúar okkar voru þær Sólbjört Tinna og Helga Rún og varamaður Sigurvin Þórður.  Keppnin fer þannig fram að keppendur lesa í þremur umferðum einn texta, og tvö ljóð.  Að þessu sinni var textinn …

Styrkur til Auðarskóla frá Lionsklúbbi Búðardals

admin

Þann 10. mars síðast liðinn hélt Lionsklúbbur Búðardals svokallað kótilettukvöld þar sem eldaðar voru dýrindis kótilettur og margir komu og skemmtu gestum. Viðburðurinn var auglýstur til styrktar Auðarskóla, Björgunarsveitarinnar Óskar og Slysavarnadeildar Dalasýslu. Á föstudaginn 13. apríl afhenti Lionsklúbburinn svo þessum aðilum afrakstur kótilettukvöldsins og fékk Auðarskóli heilar 250.000 krónur í sinn hlut. Við þökkum Lionsklúbbi Búðardals alveg kærlega fyrir …

Dagur eldri borgara

admin Fréttir

Kæru Dalamenn 60 ára og eldri Verið velkomin í leikskólann okkar þriðjudaginn 21. nóvember.Það verður opið hús milli kl. 10 og 11í tilefni af degi eldri borgara.Boðið verður upp á hressingu,við tökum kannski lagið samanog eigum góða samverustund. Hlökkum til að sjá ykkur Börn og starfsfólk leikskóla Auðarskóla

Upplestrarkeppni Auðarskóla

admin Fréttir

16. mars fór fram, í Auðarskóla, undankeppni fyrir Stóru Upplestrarkeppnina. Keppnin er ætluð nemendum 7. bekkjar og er undirbúningur nokkur fyrir keppni sem þessa og allir eru hvattir til að taka þátt í verkefninu á einhvern hátt. Æfingatímabilið er nokkrar vikur og æfingum fjölgar eftir því sem líður á. Við lok þessa tímabils er ánægjulegt að sjá þær framfarir sem …