Upplestrarkeppni Auðarskóla

admin

16. mars fór fram, í Auðarskóla, undankeppni fyrir Stóru Upplestrarkeppnina. Keppnin er ætluð nemendum 7. bekkjar og er undirbúningur nokkur fyrir keppni sem þessa og allir eru hvattir til að taka þátt í verkefninu á einhvern hátt. Æfingatímabilið er nokkrar vikur og æfingum fjölgar eftir því sem líður á. Við lok þessa tímabils er ánægjulegt að sjá þær framfarir sem …

Skólahreysti

admin

Á þriðjudaginn 14. mars 2017 tók Auðarskóli þátt í Skólahreysti.  Í liðinu okkar voru þau Hilmar Jón og Lilian sem kepptu í hraðabrautinni, Jóna Margrét sem keppti í armbeygjum, Sigurdís Katla í hreystirgreip og Finnur sem keppti í dýfum og upphífingum.  Varamenn voru þau Sigurdís Katla og Árni Þór. Þau stóðu sig ákaflega vel og fóru nemendur af mið- og …

Vísindasmiðja á leikskóla

admin Fréttir

Krakkarnir á Tröllakletti hafa verið í vísindasmiðjum í þessari viku. Þau hafa verið að leika með ljós og liti. Einnig hafa þau verið að gera mjólkurlistaverk og lært þá um eiginleika efna. Svo bjuggu þau til lava lampa, Þá lærðu þau að sum efni eru þyngri en önnur og svo er bara svo gaman að sjá þegar að freyðitaflan fer …

Breytingar á starfsemi leikskólans

admin Fréttir

Framundan eru allnokkrar breytingar í leikskólanum.  Frá og með 1. október eykst þjónusta skólans þegar hann tekur inn börn frá 12 mánaða aldri.  Þetta er viðamikil  breyting sem kostar talsverðan undirbúning.   Ljóst er að breytingin mun hafa áhrif á allt innra starf leikskólans.   Ítarlegri upplýsingar er að finna í hjálögðu foreldrabréfi.  Slóð hér. Skólastjóri

Útivistardagur

admin Fréttir

Í dag var útivistardagur í grunnskóladeildinni.  Þá færist kennslan meira út.  Hér á myndinni má sjá tíma úr heimilisfræði.

Leikskólakennara vantar við Auðarskóla

admin Fréttir

Leikskólakennara og deildarstjóra vantar við leikskóladeild Auðarskóla.  Auðarskóli, sem er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli, er staðsettur í Búðardal.  Einkunnarorð skólans eru:  Ábyrgð –Ánægja- Árangur.  Leikskólinn er tveggja deilda og að jafnaði dvelja þar 35 – 40 börn frá 12 mánaða aldri.  Húsnæði leikskólans er nýlegt og aðstaða og aðbúnaður góður. Sjá meiri upplýsingar á www.audarskoli.is​Við leitum að einstaklingi sem …