Forseti Íslands í Auðarskóla

admin

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og kona hans, Eliza Reid, ásamt fylgdarliði, komu í opinbera heimsókn í Dalina 6. og 7. desember 2017. Þau byrjuðu heimsóknina á hjúkrunarheimilinu Fellsenda um þrjúleitið miðvikudaginn 6. desember.  Þaðan fóru þau svo að Erpsstöðum þar sem þau fræddust um starfsemina þar og því næst kynntu þau sér ostagerðina í MS í Búðardal.  Að þessu …

Jólaföndur foreldrafélagsins

admin

Svipað snið verður á föndri og í fyrra þar sem ​fólki gefst kostur á að kaupa föndurpakka.

Kaffihúsakvöld 2017

admin

Fimmtudaginn 30. nóvember verður hið árlega kaffihúsakvöld í Dalabúð. Húsið opnar 19:00 en skemmtunin byrjar 19:30. Boðið verður upp á smákökur og heitt kakó. Nemendur úr 6. – 10. bekk sýna skemmtileg atriði. Einnig verður happadrætti með glæsilegum vinningum. Það kostar 1.000 kr. inn á kaffihúsakvöldið og innifalinn er einn happadrættismiði. Frítt er fyrir nemendur skólans og börn undir skólaaldri. …

Starfsáætlun Auðarskóla 2017-2018

admin

Starfsáætlun Auðarskóla fyrir skólaárið 2017-2018 er komin hér inn á vefinn undir „útgáfa“ og „starfsáætlanir“.

Dagur eldri borgara

admin

Kæru Dalamenn 60 ára og eldri Verið velkomin í leikskólann okkar þriðjudaginn 21. nóvember. Það verður opið hús milli kl. 10 og 11 í tilefni af degi eldri borgara. Boðið verður upp á hressingu, við tökum kannski lagið saman og eigum góða samverustund. Hlökkum til að sjá ykkur Börn og starfsfólk leikskóla Auðarskóla

Tæknimessa á Akranesi

admin

Á fimmtudaginn 9. nóvember s.l. fóru nemendur á elsta stigi Auðarskóla í ferð á Akranes til að taka þátt í Tæknimessu sem haldin var í fjölbrautaskólanum þar.  Það var líf og fjör í fjölbrautaskólanum þann daginn en þetta var í annað skiptið sem Tæknimessan var haldin í skólanum. Um 650 ungmenni af elsta stigi grunnskólanna á Vesturlandi tóku þátt. Markmið …

Vísindasmiðja á leikskóla

admin

Krakkarnir á Tröllakletti hafa verið í vísindasmiðjum í þessari viku. Þau hafa verið að leika með ljós og liti. Einnig hafa þau verið að gera mjólkurlistaverk og lært þá um eiginleika efna. Svo bjuggu þau til lava lampa, Þá lærðu þau að sum efni eru þyngri en önnur og svo er bara svo gaman að sjá þegar að freyðitaflan fer …

Vetrarfrí

admin

Dagana 30. október – 1. nóvember 2017 er vetrarfrí í grunnskóladeild Auðarskóla. Þá er engin kennsla í grunnskólanum og skólabílar keyra ekki.  Einnig fellur niður starf Fjallasals á þessum dögum sem og tómstundirnar á miðvikudagseftirmiðdaginn. Vonandi eiga allir eftir að njóta frísins með börnunum sínum og hlökkum við til að sjá þau koma aftur í skólann endurnærð eftir frí.

Leikskólabörn sungu við opnum Kjörbúðarinnar

admin

​Á föstudaginn 13. október 2017 var Kjörbúðin í Búðardal opnuð. Krakkarnir á Tröllakletti tóku þátt í opnuninni með söng þar sem þau fluttu tvö lög í lok ræðuhalda. Krökkunum fannst mjög gaman og spennandi að fá að vera þátttakendur í þessari opnun.