Boðað verkefall tónlistarkennara

admin Fréttir

Félag tónlistarkennara hefur boðað verkefall þann 22. október næstkomandi hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma.  Ef til verkfalls kemur fellur öll tónlistarkennsla niður á vegum tónlistardeild Auðarskóla.  Umsjón með söngsveitum og hljómsveitum fellur einnig niður. Skólastjóri

Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla

admin Fréttir

Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla verður haldinn í grunnskólanum þriðjudaginn 15. september kl. 20:00 Dagskrá: Kosning fundarstjóra og fundarritara Fráfarandi stjórn gerir grein fyrir starfi síðasta starfsárs og fjárhagslegri stöðu félagsins Fulltrúar í skólaráði gera grein fyrir starfi síðasta starfsárs Lagabreytingar Kosningar. Stjórnarkjör, og kosning fulltrúa í fræðslunefnd og skólaráð ef þörf er á. Önnur mál Foreldrafélag Auðarskóla er sameiginlegt foreldrafélag fyrir …

Skólaferðalög vorið 2014

admin Fréttir

Skólaferðlög Auðarskóla verða farin dagana 26. og 27. maí. Yngsta stigið fer á Reykhóla, miðstigið fer í Borgarfjörðinn og efsta stigið ætlar í Skagafjörðinn.  Dagskrár fyrir ferðalögin liggja nú fyrir.  Sjá hér.

Vegna veðurs

admin Fréttir

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi fyrir allt landið vegna óvenju slæmrar veðurspár.Vegagerðin gerir ráð fyrir að loka veginum um Bröttubrekku kl. 16 í dag og um Svínadal kl. 17.  Gera má ráð fyrir að lokað verði til kl. 15 á morgun þriðjudag.Íbúar Dalabyggðar eru hvattir til þess að gæta að lausamunum, fylgjast með útvarpsfréttum  og halda sig heima eftir því …

Hátíð fer að höndum ein

admin Fréttir

Hátíð fer að höndum einhana vér allir prýðumlýðurinn tendri ljósin hreinlíður að tíðum líður að helgum tíðum

AFS Skiptinemar í Dalabyggð veturinn 2015-2016

admin Fréttir

AFS eru alþjóðleg fræðslusamtök sem byggja á óformlegri og formlegri menntun. Þátttakendur stunda skóla og kynnast nýrri menningu.  Þátttakendur dvelja og sækja skóla í tæpt ár eða skemur í öðru landi.  Þannig eignast þeir nýja vini alls staðar að úr heiminum, kynnast nýrri menningu, tungumáli, háttum og siðum annarra landa.  Skiptinemar búa hjá fjölskyldum og ganga í skóla, þeir eru …

Vinnustöðvun 21.maí

admin Fréttir

Félag grunnskólakennara(FG) hefur boðað vinnustöðvun miðvikudaginn 21. maí næstkomandi hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma.  Ef til boðaðar vinnustöðvunar kemur fellur skólaakstur og öll kennsla í grunnskóladeild niður þann daginn.   Skrifstofa skólans verður opin. Tónlistarkennarar eru við kennslu þennan dag og leikskólinn starfar eins og venjulega nema að skólaakstur er ekki í boði fyrir leikskólabörnin. Þann 22. maí hefst …

Gátlistar 

admin

Til að auðvelda undirbúning og innkaup skólavara vegna skólaársins 2015 – 2016 eru hér til hliðar gátlistar skólans.   Listarnir eru þrír; einn fyrir hvert aldursstig í skólanum. Gátlisti yngsta stig 2015.pdf File Size: 76 kb File Type: pdf Download File Gátlisti miðstig 2015.pdf File Size: 265 kb File Type: pdf Download File Gátlisti elsta stig 2015.pdf File Size: 270 kb …

Rafmagnsbilun

admin Fréttir

Rafmagn er farið af neðri hluta grunnskólans.  Því er ekki símasamband  við grunnskóladeildina.  Ekkert netsamband er við alla stofnunina.  Reynt er að halda uppi hefðbundinni kennslu.   Vonast er til þess að fljótlega verði hægt að koma rafmagni aftur á. Skólastjóri​ ​

Skólasetning

admin Fréttir

Fimmtudaginn 21. ágúst næstkomandi mæta nemendur með foreldrum sínum sem hér segir:      Kl. 09.50    Yngsta stig (nemendur fæddir 2008, 2007, 2006 og 2005)    Kl. 10.10    Miðstig (nemendur fæddir 2004, 2003 og 2002)    Kl. 10.30    Elsta stig (nemendur fæddir 2001, 2000 og 1999) Tekið er á móti nemendum og foreldrum á hverju stigi fyrir sig.  Eftir samveru stigsins  ganga …