Hvar er Stekkjarstaur?

admin

Á mánudaginn 30. nóvember stendur foreldrafélag Auðarskóla fyrir jólaleiksýningu fyrir yngsta stig grunnskólans og leikskólabörnin. Leiksýningin “ Hvar er Stekkjarstaur ? “ verður sýnd í Dalabúð klukkan 14:00.  Foreldrar eru velkomnir að koma og horfa með börnunum. “ Það er kominn 12. desember, en jólasveinninn Stekkjarstaur kemur ekki til byggða. Þegar Halla fer að athuga hvernig á því standi kemst …

Danssýning

admin

Föstudaginn 26.nóvember er hin árlega danssýning Auðarskóla.  Þar munu nemendur sýna afrakstur danskennslunnar, sem nú stendur yfir.   Sýningin er í Dalabúð kl. 12.00  og eru allir velkomnir.  Áætlaðri heimferð skólabíla seinkar lítilega og verður hún um kl. 13.00.

Nemendafélagið með sölusíðu

admin

Nemendur á elsta stigi í Auðarskóla eru að fara í skólaferðalag til Kaupmannahafnar í vor.  Nemendafélagið er á fullu að safna fyrir ferðinni og nú eru í boði átta vörur, sem gætu komið sér vel fyrir jólin.  Til þess að allir geti verslað hvar sem er við nemendafélagið hefur verið opnuð sölusíða.  Hér er slóðin á sölusíðuna: http://netsofnun.is/Sofnun/Vorur/4605/0/ Lokað verður …

Dagur íslenskrar tungu

admin

Í tilefni dags íslenskrar tungu komu fjórir nemendur úr sjöunda  bekk og lásu fyrir leikskólabörnin. Heimsókn sem þessi er afar kærkomin og setur lit á daginn fyrir alla. Starfsfólk leikskólans

Nemendur í Auðarskóla keppa í forritun

admin

Dagna 11. og 13. nóvember kepptu nemendur á unglinga- og miðstigi í Alþjóðlegu Bebras-áskoruninni. Bebras-áskorunin er fjölþjóðleg áskorun fyrir nemendur á grunn- og framhaldsskólaaldri. Keppendur eru frá um 50 löndum og yfir 500 þúsund. Ísland er að taka þátt í fyrsta skipti og er Auðarskóli einn af 8 skólum á Íslandi sem taka þátt. Keppendur í Auðarskóla í ár voru 5 …

Rafmagnsbilun

admin

Rafmagn er farið af neðri hluta grunnskólans.  Því er ekki símasamband  við grunnskóladeildina.  Ekkert netsamband er við alla stofnunina.  Reynt er að halda uppi hefðbundinni kennslu.   Vonast er til þess að fljótlega verði hægt að koma rafmagni aftur á. Skólastjóri ​ ​

Leikskólakennaranám

admin Fréttir

Sveitarfélagið Dalabyggð hyggst styðja við bakið á nemendum sem fara í háskólanám í leikskólakennarafræðum. Um er að ræða margþættan stuðning:– laun í staðbundnum lotum og æfingakennslu í leikskólum– eingreiðslur (námsstyrkir) tvisvar á skólaárinu– aðgangur að tölvukerfum Auðarskóla og Office 365– aðgangur að vinnu- námsaðstöðu í skóla; þrentun, ljósritun, interneti og fl.Stefnt er að því að ná saman nokkrum hópi nema sem gæti verið í …