Á mánudaginn 14. desember stendur foreldrafélagið fyrir hinni árlegu piparkökuskreytingu. Við byrjum klukkan 17:00 í kaffisalnum í Dalabúð.Foreldrafélagið útvegar piparkökurnar og glassúr. Reynum að redda sem flestum litum í glassúrinn en það er velkomið að koma með fleiri liti.Vinsamlegast komið með ílát til að taka kökurnar með heim í. KveðjaStjórn foreldrafélags Auðarskóla
Jólaföndursdagurinn
Mánudaginn 7. desember var hinn árlegi jólaföndursdagur í grunnskóladeild Auðarskóla. Unnið var á hverju stigi fyrir sig og einungis unnið í jólaföndri fram að hádegi.Elsta stig föndraði gluggaskraut sem hefur raðast í efri gluggana í þeirra stofum og víðar.Miðstig var að skreyta krukkur, búa til súkkulaðiskálar, origami o.fl.Yngsta stig skreyttu líka krukkur og perluðu jólamyndir. Einnig notuðu margir tímann í …