Rafmagnsbilun

admin Fréttir

Rafmagn er farið af neðri hluta grunnskólans.  Því er ekki símasamband  við grunnskóladeildina.  Ekkert netsamband er við alla stofnunina.  Reynt er að halda uppi hefðbundinni kennslu.   Vonast er til þess að fljótlega verði hægt að koma rafmagni aftur á. Skólastjóri​ ​

Skólasetning

admin Fréttir

Fimmtudaginn 21. ágúst næstkomandi mæta nemendur með foreldrum sínum sem hér segir:      Kl. 09.50    Yngsta stig (nemendur fæddir 2008, 2007, 2006 og 2005)    Kl. 10.10    Miðstig (nemendur fæddir 2004, 2003 og 2002)    Kl. 10.30    Elsta stig (nemendur fæddir 2001, 2000 og 1999) Tekið er á móti nemendum og foreldrum á hverju stigi fyrir sig.  Eftir samveru stigsins  ganga …

Auðarskóli með viðamikið átak í fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum

admin Fréttir

Í október 2012 var efnt til málþinga víða um land undir kjörorðunum „Vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.“ Verkefnið er liður í sáttmála Evrópuráðsins sem Ísland er aðili að.  Fulltrúi frá Auðarskóla sótti ráðstefnuna og  hefur síðan verið tengiliður skólans gagnvart verkefninu. Í vetur hafa bæði starfsfólk og nemendur Auðarskóla fengið fræðslu um hvað kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er og …

Hópferð á Grease !

admin Fréttir

Leikfélag nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar sýnir hinn sívinsæla söngleik Grease. Við fjölmennum á sýninguna með nemendur af mið- og efsta stigi fimmtudaginn 27. febrúar n.k. Lagt verður af stað frá Auðarskóla kl. 18:30. Miði á söngleikinn og sætaferð: kr. 500,- Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í netfagnið valaislandia@hotmail.com eða síma 845-2477 fyrir mánudaginn 24. febrúar. Stjórn foreldrafélagsins