Einstakt námsúrræði í Auðarskóla

admin Fréttir

Í Auðarskóla hefur verið boðið upp á úrræði, frá 2012 fyrir nemendur með hegðunar- og námsvanda sem nefnt er „einstaklingsmiðuð stuðningsáætlun með virknimati“.  Virknimat er aðferð til að meta áhrifaþætti á erfiða hegðun og stuðningsáætlun felur í sér margþætta íhlutun til að bæta hegðun, námsástundun og líðan.   Verkefnið sem byggir á atferlismótun fékk þróunarstyrk frá Sprotasjóði veturinn 2012-2013 en hélt áfram …

Dagur leikskólans

admin Fréttir

Dagur leikskólans er næstkomandi föstudag þann 6. febrúar.  Þá verður opið  í leikskólanum frá kl. 09.00 -10.00 fyrir foreldra og aðra gesti til að líta á börnin og starfssemina.  Klukkan 9.00 er t.d. söngstund með börnunum  í salnum, sem gaman getur verið að fylgjast með.   Kaffi á könnunni. Allir hjartanlega velkomnir

Myndir úr hauststarfi 

admin Fréttir

Nú hafa 40 myndir úr hauststarfi grunnskóladeildar verið settar inn í myndasafn skólans á netinu.  Þetta eru myndir úr ýmsum áttum.  Slóðin á myndirnar er hér. http://www.flickr.com/photos/audarskoli/