Glæsilegur árangur 

admin

Birta, Árni og Jóna á keppnisstað í Laugargerðisskóla. Þann 19. mars fór fram lokakeppni samstarfsskóla Vesturlands í stóru upplestrarkeppninni.  Keppnin var að þessu sinni haldin í Laugargerðisskóla. Keppendur Auðarskóla voru þau Árni Þór Haraldsson og Jóna Margrét Guðmundsdóttir og með þeim fór Birta Magnúsdóttir sem varamaður.  Sigríður Albertsdóttir umsjónarkennari þeirra og þjálfari fylgdi þeim til keppni. Til að gera langa …

Árshátíð Auðarskóla

admin

Ágætu foreldrar Þann 26. mars næstkomandi verður haldin árshátíð nemenda Auðarskóla í Búðardal. Árshátíðin verður í Dalabúð og hefst kl. 18.00. Áætlað er að dagskrá og kaffiveitingar taki allt að tvær klukkustundir. Diskótek verður svo til kl. 23.00 fyrir þá sem vilja. Þennan sama dag verður heimakstri nemenda flýtt um klukkustund og fara skólabílar frá Búðardal kl. 14.00. Foreldrar eru …

Einstakt námsúrræði í Auðarskóla

admin Fréttir

Í Auðarskóla hefur verið boðið upp á úrræði, frá 2012 fyrir nemendur með hegðunar- og námsvanda sem nefnt er „einstaklingsmiðuð stuðningsáætlun með virknimati“.  Virknimat er aðferð til að meta áhrifaþætti á erfiða hegðun og stuðningsáætlun felur í sér margþætta íhlutun til að bæta hegðun, námsástundun og líðan.   Verkefnið sem byggir á atferlismótun fékk þróunarstyrk frá Sprotasjóði veturinn 2012-2013 en hélt áfram …

Einstakt námsúrræði í Auðarskóla

admin

Í Auðars kóla hefur verið boðið upp á úrr æði , frá 2012 fyrir nemendur með hegðunar- og námsvanda sem nefnt er „ ein s taklingsmiðuð stuðningsáætlun með virknimati“. Virknimat er aðferð til að meta áhrifaþætti á erfiða hegðun og stuðningsáætlun f e lur í sér margþætta íhlutun til að bæta hegðun, námsástundun og líðan . Verkefnið sem byggir á atferlismótun …

Myndir úr hauststarfi 

admin Fréttir

Nú hafa 40 myndir úr hauststarfi grunnskóladeildar verið settar inn í myndasafn skólans á netinu.  Þetta eru myndir úr ýmsum áttum.  Slóðin á myndirnar er hér. http://www.flickr.com/photos/audarskoli/

Dagur leikskólans

admin Fréttir

Dagur leikskólans er næstkomandi föstudag þann 6. febrúar.  Þá verður opið  í leikskólanum frá kl. 09.00 -10.00 fyrir foreldra og aðra gesti til að líta á börnin og starfssemina.  Klukkan 9.00 er t.d. söngstund með börnunum  í salnum, sem gaman getur verið að fylgjast með.   Kaffi á könnunni. Allir hjartanlega velkomnir