Mánudaginn 17. nóvember mun Möguleikhúsið sýna leikritið „Langafi prakkari“ eftir Pétur Eggerz. Foreldrafélag Auðarskóla stendur fyrir sýningunni og byrjar hún klukkan 10:30 í Dalabúð. Sýningin er ætluð börnum í 1. – 4. bekk grunnskólans og nemendum úr leikskólanum. Börnin eru í umsjón starfsfólks skólans en foreldrar eru velkomnir með á sýninguna ef þeir vilja.
Skógræktarstarf í Auðarskóla
Auðarskóli hefur til umráða svæði austan við Búðardal, ofan við Rarikhúsið, til þess gróðursetja trjáplöntur. Yrkja – sjóður æskunnar til ræktunar landsins er sjóður sem úthlutar trjáplöntum til grunnskólabarna. „Markmið sjóðsins er að kosta trjáplöntun íslenskra skólabarna á grunnskólastigi á ári hverju.“ Verkefninu er á þennan hátt ætlað að kynna mikilvægi skógræktar og ræktunar almennt fyrir unga fólkinu í landinu …
Morgunverður í Auðarskóla
Tvær tegundir af súrmjólk, fimm tegundir af morgunkorni, rúsínur og fjórar tegundir af ávöxtum/grænmeti.
Stóra upplestrarkeppnin
Stóra upplestrarkeppnin í Auðarskóla fór fram í gær. Það voru nemendur í 7. bekk skólans sem kepptu í tveimur umferðum. Sigurvegarar voru þau Erna Hjaltadóttir og Ólafur B. Indriðason og verða þau keppendur skólans í Stóru upplestrarkeppni samstarfsskólanna á Vesturlandi. Varamaður þeirra verður Sigrún Ó. Jóhannesdóttir. Myndin er af sigurvegurum þremur og formanni dómnefndar; Önnu Eiríksdóttur.