Börnum haldið innandyra

admin

Í dag verða börn í leik- og grunnskóla haldið innadyra eftir hádegið vegna loftmengunar frá Holuhrauni. Skólastjóri

Mikið lesið á miðstigi

admin

Á miðstigi er  lestrarátak í gangi sem kallast Lestrarátak Ævars vísindamanns. Þá fá nemendur lesmiða sem gildir fyrir þrjár bækur. Kennari eða foreldrar kvitta þegar búið er að fylla út miðann, honum er skilað inn til kennara og nemendur fá nýjan miða. Átakið er í gangi til 1. febrúar 2015, þá verða miðarnir sendir til Ævars og lenda þar í …

Boðað verkefall tónlistarkennara

admin

Félag tónlistarkennara hefur boðað verkefall þann 22. október næstkomandi hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma.  Ef til verkfalls kemur fellur öll tónlistarkennsla niður á vegum tónlistardeild Auðarskóla.  Umsjón með söngsveitum og hljómsveitum fellur einnig niður. Skólastjóri

Varðandi loftmengun frá Holuhrauni

admin

Í Auðarskóla er fylgst með loftgæðum utandyra og hugsanlegum tilkynningum í fjölmiðlum um hættuástand í einstökum landshlutum. Almannavarnir gefa út tilkynningar þegar háir mengunartoppar ganga yfir og nauðsynlegt er að fólk haldi sig inni og loki gluggum. Athugið að mengunartoppar ganga jafnan hratt fyrir. Það breytir ekki því að gosmengun getur legið í loftinu í lægri styrk og við höfum …

Skógræktarstarf í Auðarskóla

admin

Auðarskóli hefur til umráða svæði austan við Búðardal, ofan við Rarikhúsið, til þess gróðursetja trjáplöntur. Yrkja – sjóður æskunnar til ræktunar landsins er sjóður sem úthlutar trjáplöntum til grunnskólabarna. „Markmið sjóðsins er að kosta trjáplöntun íslenskra skólabarna á grunnskólastigi á ári hverju.“ Verkefninu er á þennan hátt ætlað að kynna mikilvægi skógræktar og ræktunar almennt fyrir unga fólkinu í landinu …

Breytt félagslíf í Auðarskóla

admin

Þær breytingar urðu nú í vor að til starfa í Dalabyggð tók íþrótta- og tómstundafulltrúi.  Við þau tímamót færist allt félagslíf sem tengist starfi félagsmiðstöðva af skólanum yfir á hið nýja embætti.  Um er að ræða allt sem viðkemur Samfés og opnu húsi á miðvikudagskvöldum. Auðarskóli verður engu að síður með félagslíf, en með breyttu sniði. Í vetur verður farið …

Starfsmann vantar á leikskóla

admin

Vegna forfalla er nú laus 100% staða starfsmanns við umönnun barna í leikskóla Auðarskóla. Umsækjandi þarf að hafa  hlýtt viðmót, hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum og vera áhugasamur um skólastarf og starfsþróun. Vinnutími er 8.00 – 16.00 og 09.00 – 17.00 (mismunandi eftir vikum).    Launakjör fara eftir kjarasamningum SDS við Samband íslenskra sveitarfélaga.  Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Umsóknarfrestur er til 10. október . …