Fimmtudaginn 28. nóvember n.k. kl. 18:00 stendur foreldrafélag Auðarskóla fyrir piparkökubakstri í Dalabúð. Nemendur og foreldrar leik- og grunnskólans koma saman; skera út deig, baka og skreyta piparkökur. Öllum verður séð fyrir deigi, en vinsamlegast komið með kökukefli, útskurðarmót og glassúr .
Sumarferð leikskólans
Fimmtudaginn 12. júní fer leikskólinn í sína árlegu sumarferð. Ferðaáætlunin er nú endanlega ákveðin. Farið verður norður á Strandir í fjöruna norður af Þorpum (ekki langt frá Hólmavík). Lagt verður af stað upp úr kl. 9:00. Fyrsti áfangastaður er Sauðfjársetrið á Ströndum. Litið verður á safnið, skoðaðir heimalingar og hænur. Snæddir ávextir og salernisaðstaðan nýtt áður en farið verður í …
Konudagskaffi á mánudaginn 25.feb
Næstkomandi mánudag verður konudagskaffi í leikskólanum. Allar mömmur og ömmur barnanna eru velkomnar í kaffi til okkar og hefst sú stund kl. 9.30 og stendur til kl.10.15. Boðið verður upp á dýrindis skúffuköku og kaffi. Vonandi sjáum við sem flestar og hlökkum til heimsóknarinnar.