Starfsmann vantar á leikskóla

admin Fréttir

Vegna forfalla er nú laus 100% staða starfsmanns við umönnun barna í leikskóla Auðarskóla. Umsækjandi þarf að hafa  hlýtt viðmót, hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum og vera áhugasamur um skólastarf og starfsþróun. Vinnutími er 8.00 – 16.00 og 09.00 – 17.00 (mismunandi eftir vikum).    Launakjör fara eftir kjarasamningum SDS við Samband íslenskra sveitarfélaga.  Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Umsóknarfrestur er til 10. október. Upplýsingar …

Skólahreysti

admin Fréttir

Lið Auðarskóla fór og keppti í skólahreysti fimmtudaginn 27. mars síðastliðinn. Lið Auðarskóla skipuðu; Steinþór, Björgvin, Sindri, Laufey, Stefanía og Þórey. Allir keppendur stóðu sig með prýði og t.d. þá náði Laufey öðru sæti í hreystigreip.

Stærðfræðikeppnin 2013

admin Fréttir

Þriðjudaginn 12. mars tóku fimm nemendur úr Auðarkóla þátt í stærðfræðikeppni fyrir nemendur á unglingastigi, sem Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi stendur fyrir á hverju ári. Nokkrir nemendur tóku þátt í forvali Auðarskóla fyrir keppnina og smávegis æfingar fóru fram í skólanum. Nemendur frá níu skólum á Vesturlandi tóku þátt í keppninni.  Um 4% keppenda komu úr Auðarskóla og voru þau …

Árshátíð Auðarskóla

admin Fréttir

Ágætu foreldrar Þann 29. mars næstkomandi verður haldin árshátíð nemenda Auðarskóla í Búðardal. Árshátíðin verður í Dalabúð og hefst kl. 18.00. Áætlað er að dagskrá og kaffiveitingar taki um tvær og hálfa klukkustund. Diskótek verður svo til kl. 23.00 fyrir þá sem vilja. Þennan sama dag verður heimakstri nemenda flýtt um klukkustund og fara skólabílar frá Búðardal kl. 14.00. Yngri …