Tónfundir

admin Fréttir

Miðvikudaginn 24. október verður tónfundur yngri nemenda (1. – 6. bekkir)  við tónlistarskólann.  Fundurinn hefst kl. 14.30 og munu nemendur þá koma fram og spila fyrir hvern annan og gesti.  Foreldrar og aðstandendur velkomnir.  Fundurinn verður í tónlistarskólanum. Þann 30. október verður svo tónfundur fyrir 7. – 10. bekki einnig kl. 14.30 og með sama sniði.

Íslenskir þjóðhættir

admin Fréttir

3. bekkur hefur verið í fullu fjöri upp á síðkastið og unnið hin ýmsu verkefni. Tilvalið er að deila því og birta með því myndir.Bekkurinn lærði um íslenska þjóðhætti í apríl og í tengslum við það verkefni var  m.a. farið á byggðasafn og  haldin  kynning fyrir foreldra við lok verkefnisins.Valdís Einarsdóttir tók á móti bekknum á byggðasafninu á Laugum og …

Góður árangur

admin Fréttir

Þann 10.april fóru fram í Borgarnesi úrslit stóru upplestrarkeppninnar á svæði samstarfsskólanna á Vesturlandi.  Keppendur, sem allir komu úr sjöunda bekk, voru 11 talsins og komu frá fimm skólum; Auðarskóla, Heiðaskóla, Laugargerðisskóla, Grunnskólanum í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar. Keppendur Auðarskóla  þau Helga Dóra Jóhannsdóttir og Björgvin Ásgeirsson stóðu sig með stakri prýði.  Þegar úrslit keppninnar voru kynnt kom í ljós …

Niðurstöður frá Skólaþingi Auðarskóla

admin Fréttir

Bryndís Böðvarsdóttir lauk á dögunum við skýrslu frá skólaþingi Auðarskóla, sem haldið var 24.mars síðastliðinn.   Á skólaþingið mætti 30 manns sem ræddi líflega saman um grunnskólann.   Alls er að finna 330 atriði í skýrslunni, sem fjalla um styrkleika í skólastarfinu  og það sem betur má gera.   Hér er því á ferðinni mikið efni fyrir  skóla og sveitarstjórn …

Skólaþingið er á morgun !

admin Fréttir

Minnum á skólaþing Auðarskóla, sem haldið verður á morgun (24. mars) í Dalabúð kl. 10.00 – 12.00.Foreldrar eru hvattir til að mæta og láta í sér heyra varðandi það sem gott er og það sem betur má fara í skólastarfinu.Dagskrá þingsins er hér.

Frá öskudegi

admin Fréttir

This is your new blog post. Click here and start typing, or drag in elements from the top bar.