Vegna veðurs er frestað sýningu brúðuleikhúsins, sem vera átti í dag.
Forvarnarverkefnið „hugsað um barn“.
Þann 14. október hefst verkefnið formlega með fundi sem haldinn verður í skólanum kl. 17.30. Fundurinn er ætlaður foreldrum og nemendum barna í 9. – 10. bekk. Á fundinn mætir Ólafur G. Gunnarsson sálfræðingur en hann er umsjónarmaður verkefnisins. Þegar fundi lýkur fá allir nemendur brúðu (ungbarnahermi) sem verður í þeirra umsjón í ca. 50 klukkustundir. Nemendur hugsa um brúðurnar …
Utanlandsferðin góða
Nú er búið að setja rúmlega 60 myndir frá utanlandsferð eldri nemenda, síðastliðið vor til Danmerkur, inn á myndasvæði skólans. Myndirnar eru flestar teknar af nemendum sjálfum. Sjá http://www.flickr.com/photos/audarskoliHér að ofan er mynd af nemendahópnum á góðri stund fyrir framan Tívolí.
Góður árangur
Steinþór og Benedikt Niðurstöður úr stærðfræði-keppninni 2013 voru glæsilegar fyrir Auðarskóla. Tveir keppendur voru í topp tíu í sínum árgangi. Steinþór Logi Arnarsson var í 3. sæti í 8. bekk og Benendikt Máni Finnsson var í 7.-8. sæti í 9. bekk. Auðarskóli hefur sótt keppnina allflest árin sem hún hefur verið haldin og Benedikt og Steinþór eru komnir í fríðan …