Auðarskóli með viðamikið átak í fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum

admin

Í október 2012 var efnt til málþinga víða um land undir kjörorðunum „Vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.“ Verkefnið er liður í sáttmála Evrópuráðsins sem Ísland er aðili að.  Fulltrúi frá Auðarskóla sótti ráðstefnuna og  hefur síðan verið tengiliður skólans gagnvart verkefninu. Í vetur hafa bæði starfsfólk og nemendur Auðarskóla fengið fræðslu um hvað kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er og …

Dagur bókarinnar í leikskólanum

admin

Í dag er daguri bókarinnar. Að því tilefni komu Skúli og Dídí í heimsókn til okkar á leikskólann. Þau sýndu börnunum gamlar bækur, m.a. biblíu frá 19.öld. Síðan lásu þau upp úr bókum, Skúli fyrir börnin á Álfadeild og Dídí fyrir börnin á Bangsadeild. Vakti heimsókn þeirra mikla ánægju og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Kveðja úr leikskólanum.

Góður árangur

admin

Þann 10.april fóru fram í Borgarnesi úrslit stóru upplestrarkeppninnar á svæði samstarfsskólanna á Vesturlandi.  Keppendur, sem allir komu úr sjöunda bekk, voru 11 talsins og komu frá fimm skólum; Auðarskóla, Heiðaskóla, Laugargerðisskóla, Grunnskólanum í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar. Keppendur Auðarskóla  þau Helga Dóra Jóhannsdóttir og Björgvin Ásgeirsson stóðu sig með stakri prýði. Þegar úrslit keppninnar voru kynnt kom í ljós …

Góður árangur

admin

Steinþór og Benedikt Niðurstöður úr stærðfræði-keppninni 2013 voru glæsilegar fyrir Auðarskóla. Tveir keppendur voru í topp tíu í sínum árgangi. Steinþór Logi Arnarsson var í 3. sæti í 8. bekk og Benendikt Máni Finnsson var í 7.-8. sæti í 9. bekk. Auðarskóli hefur sótt keppnina allflest árin sem hún hefur verið haldin og Benedikt og Steinþór eru komnir í fríðan …