Myndir úr hauststarfi 

admin

Nú hafa 40 myndir úr hauststarfi grunnskóladeildar verið settar inn í myndasafn skólans á netinu.  Þetta eru myndir úr ýmsum áttum.  Slóðin á myndirnar er hér.

Konudagskaffi á mánudaginn 25.feb

admin

Næstkomandi mánudag verður konudagskaffi í leikskólanum. Allar mömmur og ömmur barnanna eru velkomnar í kaffi til okkar og hefst sú stund kl. 9.30 og stendur til kl.10.15. Boðið verður upp á dýrindis skúffuköku og kaffi. Vonandi sjáum við sem flestar og hlökkum til heimsóknarinnar.

Úti-diskó og skátar í heimsókn

admin

Í dag var heldur betur fjör í leikskólanum. Í útivistinni í morgun var haldið úti-diskótek við mikinn fögnuð allra. Mikið hamast og dansað í pollagöllum! Eftir hádegið komu svo nokkrar skátastúlkur í heimsókn til okkar að gera góðverk. Þær skiptu sér á deildirnar og höfðu ofan af fyrir börnunum eins og skátum er lagið. Nokkrar brugðu sér út til að …

Viðbygging leikskólans

admin

Viðbygging leikskólans rýkur upp þessa dagana, eins og sjá má á myndinni. Börnin hafa gaman af því að fylgjast með og eru forvitin um gang mála. Starfsfólk leikskólans er líka orðið spennt og sér fram á að geta flutt inn með vorinu. Þá losnar nú heldur betur um nokkur rými sem eru orðin þéttsetin. Kveðjur úr leikskólanum.

Samvinna leik- og grunnskóladeildar

admin

Í hverri viku hittast nemendur í 1. bekk í grunnskóla og skólahópur leikskólans í skemmtilegum verkefnum. Undanfarið hafa börnin verið að vinna með einingakubba, prisma, kapla- og legokubba. Áhersla er lögð á stærðfræði í samvinnunni og unnið hefur verið með nýrnabaunir og tölur og  skráningu þeirra. Einnig hefur verið unnið með plúsheiti talnanna 5 og 10 og 15. Margir eru orðnir …

Öskudagur

admin

Á öskudag verður hætt fyrr í grunnskólanum en venjulega.  Áætlaður heimakstur er strax að loknum hádegisverði kl. 13.00. Hin árlega öskudagsskemmtun á vegum Foreldra- og Nemendafélsags Auðarskóla verður haldið í Dalabúð. Skemmtunin hefst kl.17 og kostar 500 kr. inn á fyrir 1.-10.bekk en einungis 300 kr. fyrir leikskólabörn. ENGINN POSI Á STAÐNUM!! Kaffi og vöfflusala á vegum Nemendafélagsins verður þegar …

Vasaljósadagurinn-Dagur leikskólans

admin

Vasaljósadagurinn er í dag og byrjar vel. Einnig höldum við upp á dag leikskólans. Við byrjuðum daginn á því að fara í göngutúr í trjálundinn með vasaljósin okkar og prófuðum að leika okkur með ljósin. Áfram verður svo haldið með myndavarpa og skuggamyndir. Allir eru kátir yfir ljósleysi morgunsins og vakti kátínu að þurfa að klæða sig í útifötin í rökkrinu. „Hvar …