Tónfundir

admin Fréttir

Miðvikudaginn 24. október verður tónfundur yngri nemenda (1. – 6. bekkir)  við tónlistarskólann.  Fundurinn hefst kl. 14.30 og munu nemendur þá koma fram og spila fyrir hvern annan og gesti.  Foreldrar og aðstandendur velkomnir.  Fundurinn verður í tónlistarskólanum. Þann 30. október verður svo tónfundur fyrir 7. – 10. bekki einnig kl. 14.30 og með sama sniði.

Íslenskir þjóðhættir

admin Fréttir

3. bekkur hefur verið í fullu fjöri upp á síðkastið og unnið hin ýmsu verkefni. Tilvalið er að deila því og birta með því myndir.Bekkurinn lærði um íslenska þjóðhætti í apríl og í tengslum við það verkefni var  m.a. farið á byggðasafn og  haldin  kynning fyrir foreldra við lok verkefnisins.Valdís Einarsdóttir tók á móti bekknum á byggðasafninu á Laugum og …

Góður árangur

admin Fréttir

Þann 10.april fóru fram í Borgarnesi úrslit stóru upplestrarkeppninnar á svæði samstarfsskólanna á Vesturlandi.  Keppendur, sem allir komu úr sjöunda bekk, voru 11 talsins og komu frá fimm skólum; Auðarskóla, Heiðaskóla, Laugargerðisskóla, Grunnskólanum í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar. Keppendur Auðarskóla  þau Helga Dóra Jóhannsdóttir og Björgvin Ásgeirsson stóðu sig með stakri prýði.  Þegar úrslit keppninnar voru kynnt kom í ljós …

Niðurstöður frá Skólaþingi Auðarskóla

admin Fréttir

Bryndís Böðvarsdóttir lauk á dögunum við skýrslu frá skólaþingi Auðarskóla, sem haldið var 24.mars síðastliðinn.   Á skólaþingið mætti 30 manns sem ræddi líflega saman um grunnskólann.   Alls er að finna 330 atriði í skýrslunni, sem fjalla um styrkleika í skólastarfinu  og það sem betur má gera.   Hér er því á ferðinni mikið efni fyrir  skóla og sveitarstjórn …

Skólaþingið er á morgun !

admin Fréttir

Minnum á skólaþing Auðarskóla, sem haldið verður á morgun (24. mars) í Dalabúð kl. 10.00 – 12.00.Foreldrar eru hvattir til að mæta og láta í sér heyra varðandi það sem gott er og það sem betur má fara í skólastarfinu.Dagskrá þingsins er hér.

Frá öskudegi

admin Fréttir

This is your new blog post. Click here and start typing, or drag in elements from the top bar.

Frestun móts

admin Fréttir

Frjálsíþróttamóti sem vera átti á morgun (11.sept.) í Borgarnesi hefur verið frestað um óákveðinn tíma af mótshaldara vegna óhagstæðara veðurskilyrða.

Innritun í tónlistarnám

admin Fréttir

Dagana 22. – 24. ágúst stendur yfir innritun nemenda í tónlistarnám í Auðarskóla.   Umsóknarblöðum skal skilað til umsjónarkennara eða á skrifstofu skólans.

Skólaferðalög

admin Fréttir

Þann 24. maí hefjast ferðalög nemenda.  Öllum nemendum er boðið upp á ferðir með bekkjarfélögum sínum.  Farið er í þremur hópum og liggja ferðaáætlanir nú fyrir:  Vorferdalag yngsta stig.pdf File Size: 59 kb File Type: pdf Download File Vorferdalag_midstig.pdf File Size: 532 kb File Type: pdf Download File Vorferdalag efsta stig.pdf File Size: 553 kb File Type: pdf Download File