Foreldrafundi, sem boðaður hafði verið á morgun þriðjudaginn 11. september, í leikskólanum er frestað um sinn vegna óviðráðandi ástæðna.
Leikskólinn búinn að taka upp kartöflurnar
Kartöfluuppskeran var betri í ár en síðastliðið ár hjá krökkunum á Álfadeild. Börn fædd 2006 tóku upp kartöflurnar og fengu með sér heim í soðið. Katrín matráður, sauð síðan restina og fengu allir glænýjar kartöflur með fiskinum sínum. Algjört lostæti. Þann 15. september var grænn dagur í leikskólanum. Flestir komu í einhverjum grænum fötum, það var föndrað með litinn og …
Harmonikkusveit í leikskólanum
Ákveðið hefur verið að nemendur tónlistarskólans komi reglulega í heimsókn í leikskólann. Markmiðið með þessum heimsóknum er að auðga tónlistareynslu leikskólabarna.Þann 21. mars kom fönguleg sveit harmonikkuspilara í heimsókn í leikskólann. Þetta voru nemendur og kennarar tónlistarskólans. Þeir spiluðu nokkur lög og sátu allir mjög stilltir og prúðir og hlustuðu áhugasamir á meðan.
Undirbúningur fyrir árshátíðir
Nú er undirbúningur fyrir árshátíðir skólans kominn á fullt. Árshátíðirnar verða tvær eins og í fyrra; í Dalabúð þann 31. mars og í Tjarnarlundi 30. mars. Gert er ráð fyrir því að allir nemendur grunnskóladeildarinnar komi til með að taka þátt með einum eða öðrum hætti.Miðaverð verður það sama á báðum árshátíðum eða krónur 600 fyrir 6 ára …
Landnámssetur í Dalina
Elín Huld Jóhannesdóttir hefur góðfúslega veitt leyfi fyrir því að verðlaunaverkefni hennar sé birt á vefsíðu Auðarskóla. Verkefni Elínar er útfærsla á landnámssetri að Hvammi í Dölum. Útfærslan, sem þykir bæði vönduð og ýtarleg, er studd myndum og teikningum.Hægt er að skoða verkefnið í heild með því að hlaða niður skjalinu hér fyrir neðan. Landnámssetur í Hvamm Elín Huld 2012 …