Álfadeild á Silfurtún

admin Fréttir

Börnin á Álfadeild fóru út á Silfurtún í dag til að syngja fyrir heimilisfólkið. Það var mjög gaman og er ætlunin að fara þangað einu sinni í mánuði. Móttökurnar voru góðar en börnin voru pínu feimin. Sum þeirra þorðu samt sem áður að kynna sig fyrir fólkinu; sögðu frá því hvað þau heita, hvar þau eiga heima og hverjir foreldrar …

Með þakklæti fyrir gjafirnar

admin Fréttir

Við í leikskólanum erum svo heppin að okkur hafa áskotnast góðar gjafir að undanförnu. Í haust var okkur gefið fullt af Barbídóti og fleiru sem kemur sér vel hjá okkur. Í október kom Haukur Atli með fullan poka af grímubúningum með sér og gaf leikskólanum. Dagný Sara kom einnig með gjöf til okkar, hún kom með fullt af garni og …

Starfsdagur í Auðarskóla

admin Fréttir

Næstkomandi mánudag 26. september er starfsdagur í Auðarskóla samkvæmt skóladagatali. Leikskóli, grunnskóli og tónlistarskóli verða lokaðir. Því er enginn skólaakstur þann daginn. Skólaakstur hefst svo aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 27. september.  Þann 27. september hefst akstur samkvæmt stundaskrá í íþróttakennslu á Laugum.

Góður árangur

admin Fréttir

Auðarskóli tók þátt í verkefninu Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni þetta árið sem undangengin ár. Verkefni þetta gengur úr að koma með hugmyndir sem gefa fyrirheit um betri heimabyggð. Síðustu þrjú ár hafa nemendur staðið sig með afbrigðum vel og ávallt fengið verðlaunasæti. Að þessu sinni lenti skólinn í þriðja sæti og var það ritgerð Elínar Huldar Melsteð Jóhannesdóttur 9. …