Hjóladagur í leikskólanum

admin Fréttir

Þriðjudaginn 10. maí var hjóladagur í leikskólanum. Börnin komu með hjól með sér að heiman. Yngri börnin hjóluðu á leikskólalóðinni en þau eldri á grunnskólalóðinni.  Allir hjóluðu og hjóluðu.  Að sjálfsögðu voru eldri börnin með hjálma eins og vera bar. 

Stærðfræðikeppnin á Akranesi

admin Fréttir

Fimm nemendur úr Auðarskóla fóru ásamt kennara sínum upp á Akranes til þess að taka þátt í hinni árlegu stærðfræðikeppni sem þar er haldin. Nemendur okkar hafa ávallt staðið sig vel því er okkur sérstök ánægja að senda nemendur þangað til þátttöku. Áhugi hjá nemendum í skólanum okkar er þó nokkur fyrir keppninni og fengu færri að fara en vildu …

Ný önn í tónlistardeild er að hefjast

admin Fréttir

Nú er ný önn að hefjast í tónlistardeildinni og við þessi annaskipti gefst tækifæri til að breyta til. Hafi foreldrar áhuga á að auka eða minnka nám nemenda sinna þurfa þeir að hafa samband við tónlistarkennara sem allra fyrst. Einnig ef ekki er sótt eftir frekara námi í vetur. Hafi foreldrar ekki samband fyrir 13. janúar er litið svo á …