Heimsókn í Vegagerð og dansinn

admin Fréttir

Í gær, mánudaginn 3.des, fór yngri hópur Álfadeildar í göngutúr í stað formlegrar hreyfistundar. Jólaljósin voru skoðuð, sumsstaðar talin, farið yfir umferðarreglur og síðan var rölt út í Vegagerð. Starfsmennirnir þar voru svo almennilegir að leyfa okkur að kíkja innfyrir og meira að segja fengu allir að prófa að fara upp í veghefilinn. Ótrúlega spennandi! Af danstímum er allt gott að …

Brúðuleikhús

admin Fréttir

Þriðjudaginn 4. desember verða Brúðuheimar með sýninguna „Pönnukakan hennar Grýlu“ sem áður hafði verið frestað vegna veðurs.  Sýningin, sem ætluð er 1. – 4. bekk og elstu börnum  á leikskóla, er í Dalabúð og hefst kl. 14.00. Sýningunni lýkur fyrir heimakstur nemenda. Foreldrar eru velkomnir á sýninguna.

Félag sauðfjárbænda færir leikskóla Auðarskóla gjöf

admin Fréttir

Sjórn félags Sauðfjárbænda í Dölum mætti í leikskólann síðdegis í dag.  Tilgangur heimsóknarinnar var að færa leikskólanum 40.000 kr. að gjöf.  Í máli Jóns Egils Jóhannssonar kom fram að gjöfin væri dóspeningur frá haustfagnaði þeirra frá því í október.   Skólastjóri tók við gjöfinni og þakkaði  fyrir hana fyrir hönd skólans.  

Foreldrafélagið býður í leikhús

admin Fréttir

Völuspá og Prumpuhóllinn  Foreldrafélag Auðarskóla stendur fyrir tveimur leiksýningum frá Möguleikhúsinu sem sýndar verða í Dalabúð. Sýningar eru á skólatíma svo allir nemendur eiga kost á að sjá þær. Fyrri sýningin er Völuspá eftir Þórarinn Eldjárn og er ætluð  6. – 10. bekk. Hún verður sýnd föstudaginn 18. nóvember kl. 11. Völuspá Þórarins byggir á hinni fornu Völuspá og veitir sýn inn í hugmyndaheim …

Páskabingó Auðarskóla

admin Fréttir

Hið árlega páskabingó Auðarskóla verður haldið  í Tjarnarlundilaugardaginn 7. apríl kl. 20.00 (húsið opnar 19:30). Spjaldið kostar aðeins  500 kr.  Posi á staðnum.  Góðir vinningar eins og vanalega. Allir velkomnir ! Nemendafélag Auðarskóla. 

Dagur leikskólans

admin Fréttir

Mánudaginn, 6. febrúar, er dagur leikskólans. Í tilefni dagsins ætlum við að hafa opið hús hér í leikskólanum og foreldrar eru velkomnir á milli 9:00-11:30 og 13:30- 15:00 í heimsókn og taka þátt í starfinu með okkur. Kl. 9:30 ætlum við að vera með sameiginlega söngstund og væri gaman ef einhverjir sjá sér fært að koma og syngja með okkur. …