Stóra upplestrarkeppnin í Auðarskóla

admin

Stóra upplestrarkeppnin í Auðarskóla fór fram í dag.  Nemendur í 7. bekk skólans kepptu um þátttökurétt í lokakeppni samstarfsskólanna á Vesturlandi. Allir nemendur bekkjarins kepptu í tveimur umferðum.  Fyrst lásu þeir kafla úr sögu og svo sjálfvalið ljóð. Allir þátttakendur stóðu sig vel og var keppnin jöfn og spennandi. Að lokum völdu dómarar Guðmund Þorgrímsson í fyrsta sæti, Tómas  Andra …

Foreldra í rýnihóp

admin

Óskað er eftir nokkrum foreldrum sem eru tilbúnir í að sitja í rýnihópi vegna ytra mats á starfi grunnskóladeildar Auðarskóla.  Um er að ræða einn fund, sem 6 – 8 foreldrar sitja með matsaðilum kl. 17.30 fimmtudaginn 8. mars.   Áhugasamir hafi endilega samband við Eyjólf skólastjóra í síma 899 7037 eða á netfangið eyjolfur@audarskoli.is

Frá öskudegi

admin

This is your new blog post. Click here and start typing, or drag in elements from the top bar.

Öskudagsskemmtun

admin

Haldin verður öskudagsskemmtun á vegum foreldrafélags Auðarskóla  í Dalabúð þann 22. febrúar .  Hefst skemmtunin  kl: 17:00.   Verðlaun verða veitt fyrir frumlegasta búninginn og „tunnan“ slegin. Nemendafélag Auðarskóla  heldur diskótek fyrir 1.–10. bekk eftir skemmtunina. Aðgangseyrir á skemmtunina er 300 kr og 200 kr kostar (auka) inn á diskótekið. Ath enginn posi er á staðnum.

Mikil virkni nemenda á þemadögum

admin

Nú er búið að vinna úr mati nemenda á þemadögunum.  Ljóst er að virkni og áhugi nemenda í vinnunni var mjög mikill.

Okkar menn í Laugardalshöllinni

admin

Hljómsveitirnar sem æfa í tónlistardeildinni halda áfram að gera það gott. Nú á dögunum var samsuða Gemlinga og No Way  valin ásamt þremur öðrum böndum úr stórum hópi unglingahljómsveita af öllu landinu, til þess að spila á Samfestingnum, sem er hið árlega Samfés ball í Laugardalhöll, þann 2 mars næstkomandi. Um er að ræða 20 mínútna prógram frá hverri hljómsveit og …

Landnámssetur í Dalina

admin

Elín Huld Jóhannesdóttir hefur góðfúslega veitt leyfi  fyrir því að verðlaunaverkefni hennar sé birt á vefsíðu Auðarskóla. Verkefni Elínar er útfærsla á landnámssetri að Hvammi í Dölum.  Útfærslan, sem þykir bæði vönduð og ýtarleg, er studd myndum og teikningum. Hægt er að skoða verkefnið í heild með því að hlaða niður skjalinu hér fyrir neðan. Landnámssetur í Hvamm Elín Huld …

Góður árangur

admin

Auðarskóli tók þátt í verkefninu Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni þetta árið sem undangengin ár. Verkefni þetta gengur úr að koma með hugmyndir sem gefa fyrirheit um betri heimabyggð. Síðustu þrjú ár hafa nemendur staðið sig með afbrigðum vel og ávallt fengið verðlaunasæti. Að þessu sinni lenti skólinn í þriðja sæti og var það ritgerð Elínar Huldar Melsteð Jóhannesdóttur 9. …

Takk fyrir innlitið

admin

Í gær 6. febrúar var „Dagur leikskólans“. Leikskóli Auðarskóla var með opið hús og þakkar gestum og gangandi kærlega fyrir innlitið.

Dagur leikskólans

admin

Mánudaginn, 6. febrúar, er dagur leikskólans. Í tilefni dagsins ætlum við að hafa opið hús hér í leikskólanum og foreldrar eru velkomnir á milli 9:00-11:30 og 13:30- 15:00 í heimsókn og taka þátt í starfinu með okkur. Kl. 9:30 ætlum við að vera með sameiginlega söngstund og væri gaman ef einhverjir sjá sér fært að koma og syngja með okkur. …